Enski boltinn

Cazorla frá keppni vegna ökklameiðsla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Arsenal þurfa að bíða eftir því að sjá Cazorla og Mesut Özil spila saman.
Stuðningsmenn Arsenal þurfa að bíða eftir því að sjá Cazorla og Mesut Özil spila saman. Nordicphotos/AFP
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, verður án miðjumannsins Santi Cazorla næstu vikurnar.

Arsenal vann 3-1 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær. Athygli vakti að Spánverjinn var ekki í leikmannahópi Lundúnaliðsins. Wenger útskýrði málið í leikslok.

„Cazorla á við ökklavandamál að stríða og verður frá í nokkrar vikur. Ég á ekki von á að hann spili fyrir næsta landsleikjahlé,“ sagði Wenger. Næstu landsleikir eru um miðjan október.

Olivier Giroud haltraði meiddur af velli í Sunderland í gær. Hann hafði áður skorað fyrsta mark Arsenal í leiknum.

„Ég hef áhyggjur af því enda er hópurinn þunnur í augnablikinu. Hann er meiddur á hné,“ sagði Wenger óviss um alvarleika meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×