Enski boltinn

Jaaskelainen í stuði gegn Southampton

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
James Collins fékk dauðafæri seint í leiknum en skaut hátt yfir markið.
James Collins fékk dauðafæri seint í leiknum en skaut hátt yfir markið. Nordicphotos/Getty
Liðsmenn Southampton og West Ham reyndist fyrirmunað að skora í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rickie Lambert og Morgan Schneiderlin komust næst því að skora fyrir heimamenn en Finninn í marki gestanna var í banastuði. Á hinum enda vallarins fékk James Collins frábært færi seint í leiknum en setti boltann yfir markið.

Bæði lið hafa fimm stig stig að loknum fjórum leikjum og sitja í 11. og 12. sæti deildarinnar. Swansea og Liverpool mætast í lokaleik fjórðu umferðar annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×