Enski boltinn

Macheda farinn á lán til Doncaster

Federico Machedab í leik með Manchester United
Federico Machedab í leik með Manchester United mynd / GETTY IMAGEs
Manchester United hefur lánað ítalska leikmanninn Federico Macheda til Doncaster Rovers í B-deildinni á Englandi.

Þessi 22 ára sóknarmaður hefur verið í Manchester United síðan árið 2009 en aldrei náð fótfestu í leikmannahópi liðsins.

Því hefur Macheda farið ítrekað á lán frá félaginu.

Macheda verður því á láni út leiktíðina hjá Doncaster Rovers en liðið er í 18. sæti deildarinnar með fimm stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×