Fótbolti

Victor: Skrýtið að hafa ekki fengið kallið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðlaugur Victor fagnar með liðsfélögum sínum.
Guðlaugur Victor fagnar með liðsfélögum sínum. Nordicphotos/Getty
„Í sannleika sagt finnst mér það mjög skrýtið. Ég spilaði fyrir öll yngri landslið Íslands og nú með góðu liði í góðri deild,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson.

Miðjumaður NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni er í viðtali við NEC Today. Guðlaugur Victor skoraði sitt annað mark í deildinni í vetur í 3-3 jafntefli gegn Feyenoord um helgina. Þá hefur hann verið valinn í lið umferðarinnar í tvígang af hollenskum miðlum.

„Auðvitað er ákvörðunin í höndum þjálfarans en það er draumur minn að spila með landsliðinu. Ég mun alltaf leggja allt mitt í leiki með landsliðinu. Fái ég kallið væri það stórkostlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×