Lífið

Busar í MR og FB

Tollerað í MR
Tollerað í MR Myndir/GVA
Þessa dagana eru þúsundir ungmenna að hefja nám við framhaldsskóla landsins. Í sumum skólum ganga nýnemar í gengum sérstakar vígsluathafnir til að geta talist fullgildir meðlimir skólans. 

Á þriðja hundrað nýnema tolleraðir

Í Menntaskólanum í Reykjavík ríkir gömul hefð. Eldri bekkingar klæða sig upp í hvíta serki og sækja nýnemana í skólastofurnar. Síðan eru þeir leiddir fyrir framan skólann þar sem þeir eru tolleraðir.

Yngvi Pétursson, rektor, segir busadaginn í gær hafa verið til fyrirmyndar í alla staði.

„Það eru 263 nýnemar að hefja nám í ár og nær allir voru tolleraðir. Þetta gekk mjög vel, við vorum heppin með veður, það var vel að þessu staðið og við urðum ekkert vör við lofthræðslu hjá nýnemunum. Síðan var haldið ball í gær og mikil stemning lá í loftinu,“ segir Yngvi.

Viljum bjóða nýnema velkomna

Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var busunin með nýju sniði. Nýnemar fengu að velja á milli verkefna; voru í leikjum, fóru í þrautabraut eða máluðu nemendafélagsherbergið. Að lokum var boðið upp á tónleika, Ari Eldjárn fór með gamanmál og öllum var boðið upp á pítsu.

„Nemendafélagið stóð fyrir þessari breytingu. Við vildum bjóða alla nýnema velkomna með gleði og hlýju í stað ofbeldi og niðurlægingu,“ segir Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti.  



Nýnemar í FB þreyttu alls kyns þrautir í þrautabrautum.
Busadagurinn er ekki síður skemmtilegur fyrir eldri nemendurna.
Þrautirnar í FB vöktu kátínu nemenda í FB.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.