Lífið

Kanadíska ELLE lofar Ísland

Ellý Ármanns skrifar
Blaðamaður kanadíska Elle er hrifinn af Íslandi og lýsir fullkomnum degi í nýlegri grein sem birtist á heimasíðu Elle. Hún hóf daginn á heimsókn á Hótel Glym í Hvalfirði þar sem hún naut útsýnis og frábærs hádegisverðar.

Kvöldheimsókn í Bláa Lónið var einn af hápunktunum þar sem hún naut spa upplifunar í ljósaskiptunum. Viktor Örn Andrésson, matreiðslumeistari Lava, og liðsstjóri í Landsliði íslenskra matreiðslumeistara átti heiðurinn af kvöldverði blaðamanns sem kunni vel að meta áherslu á ferskt íslenskt hráefni úr nærumhverfinu.

Þá fannst henni viðeigandi að drekka Egils Gull með matnum. Blaðamaður lýsir deginum sem fullkomnum og endirinn var við hæfi, eitt lítið brennivínsstaup á bar í Reykjavík. Lesa umfjöllunina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.