Fótbolti

Gunnar Heiðar getur ekki spilað á móti Albaníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Gunnar Heiðar Þorvaldsson verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Albaníu í undankeppni HM á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn en framherjinn öflugi er ekki orðinn góður af sínum meiðslum.

Gunnar Heiðar er að spila sitt fyrsta tímabil með tyrkneska félaginu Konyaspor eftir að hafa farið á kostum með Norrköping í sænsku deildinni í sumar. Hann er búinn að spila þrjá fyrstu leiki tyrkneska liðsins á leiktíðinni.

Gunnar Heiðar gat ekkert æft fyrir leikinn á móti Sviss og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck staðfesti það síðan á blaðamannafundi í dag að Gunnar Heiðar geti ekki spilað leikinn á móti Albönum.

Gunnar Heiðar er meiddur aftan í læri og batinn var ekki eins hraður og vonast var til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×