Íslenski boltinn

Freyr: Tónlistin hans Jóns er ekki minn tebolli | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóni Ragnari Jónssyni, varnarmanni FH-inga í Pepsi-deild karla er margt til lista lagt.

Auk þess að standa vaktina í hægri bakverðinum hjá Íslandsmeisturunum er hann á plötusamningi hjá Sony, hagfræðingur að mennt, hefur gegnt ritstjórastarfi hjá Monitor, treður upp á skemmtunum og er sem stendur í fæðingarorlofi.

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, tók hús á nýbökuðum föður og spurði hann út í hvernig hann færi að því að sameina öll sín áhugamál.

Þá hitti Gaupi þjálfara og leikmenn FH-liðsins og fengu þeirra álit á því hvort Jón væri betri söngvari eða knattspyrnumaður. Svar Freys Bjarnasonar, kollega Jóns í vörn FH-liðsins og tónlistarrýnis á Fréttablaðinu var einfalt:

„Hann er betri fótboltamaður, það er engin spurning. Þessi tónlist hans er ekki alveg minn tebolli ef ég á að segja alveg eins og er.“

Innslagið var sýnt í Sportpakkanum að loknum fréttunum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið hefst eftir rúmar fimm mínútur í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×