Íslenski boltinn

Fjölnir á toppinn eftir stórsigur

Grindavík og Víkingur eiga enn möguleika á því að komast upp í Pepsi-deildina.
Grindavík og Víkingur eiga enn möguleika á því að komast upp í Pepsi-deildina.
Grindavík var á toppi 1. deildar karla fyrir leiki kvöldsins en liðinu var sparkað þaðan með miklum látum í kvöld.

Þá tók Grindavík á móti Fjölni og mátti sætta sig við stórt tap, 0-4.  Ragnar Leósson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni og þeir Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson eitt.

Fjölnir komst á toppinn með sigrinum, er með stigi meira en Grindavík, Haukar og Víkingur R.

Leiknir vann svo góðan 3-2 sigur á Selfossi.  Karl Oliyide, Hilmar Árni Halldórsson og Brynjar Hlöðversson á skotskónum fyrir Leikni. Javier Lacalle skoraði bæði mörk Selfyssinga. Leiknir er fimm stigum á eftir toppliði Fjölnis.

Staða efstu liða (leikir-stig):

Fjölnir  20 - 37

Grindavík  20 - 36

Haukar  20 - 36

Víkingur  20 - 36

BÍ/Bol.  20 - 34

Markamunur Grindavíkur, Hauka og Víkings er nákvæmlega sá sami eða 11 mörk í plús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×