Lífið

James Franco: „Ég vildi að ég væri samkynhneigður“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Franco er svalur sem ís og æsir sig ekki yfir kjaftasögum.
Franco er svalur sem ís og æsir sig ekki yfir kjaftasögum. mynd/getty
Leikarinn viðkunnanlegi, James Franco, segir þrálátan orðróm þess efnis að hann sé samkynhneigður ekki skipta sig neinu máli.

Eftir svokallaða „roast“-veislu, þar sem grínistar keppast við að segja brandara á kostnað þess sem veislan er til heiðurs, sem haldin var fyrir leikarann sagði Franco í samtali við The Daily Beast að hommabrandararnir hefðu ekki haft nein áhrif á sig.

„Mér finnst ekki móðgandi að vera kallaður samkynhneigður og mér er alveg sama þó fólk haldi að ég sé það. Frábært! Ég vildi að ég væri samkynhneigður.“

Fyrr á árinu sagði Franco í viðtali að hann væri mikið spurður út í kynhneigð sína og viðurkenndi að það væri líklega að hluta til sér að kenna þar sem hann hefði oft gefið það í skyn að hann væri samkynhneigður. Þá hefur hann leikið margar samkynhneigðar persónur í kvikmyndum, til dæmis í kvikmyndunum Milk og Howl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.