Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 1-1 | Jón hetja ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 22. ágúst 2013 07:34 David James, markvörður ÍBV. Varamaðurinn Jón Ingason tryggði Eyjamönnum eitt stig í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í frestuðum leik úr 10 umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Markið kom í viðbótartíma. Það leit ekki út fyrir að leikurinn yrði mikið fyrir augað en mjög mikill vindur var á vellinum og segja veðurfræðingar að í hviðum hafi vindur farið upp í allt að 24 metra á sekúndu. Keflvíkingar byrjuðu leikinn undan vindi og ætluðu greinilega að nýta sér það miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist, boltinn var mikið útaf vellinum eins og gefur að skilja og þá var David James alls ekki að flýta sér í markinu. Hörður Sveinsson átti hættulegasta færi fyrri hálfleiks en það kom á annarri mínútu í afar döprum hálfleik. Arnór Yngvi Traustason var hættulegasti maður gestanna en allt spil fór í gegnum hann, Arnór var ekki hræddur við að hlaupa með boltann á vörn Eyjamanna sem tókst að ráða nokkuð vel við hann. Seinni hálfleikurinn byrjaði alls ekki betur en sá fyrri en þá höfðu liðin skipst á hlutverkum og voru það nú Eyjamenn sem létu vaða við hvert tækifæri, sem er skiljanlegt vegna veðurskilyrða sem að voru vægast sagt skelfileg. Þegar að kortér var búið af seinni hálfleik skullu tveir leikmenn saman en það voru þeir Endre Ove Brenne og Víðir Þorvarðarson, skemmst er frá því að segja að Endre Ove þurfti að yfirgefa völinn og var futtur á brott með sjúkrabíl en Víðir gat haldið leik áfram eftir að umbúðum var vafið um höfuð hans. Hörður Sveinsson gerði það sem hann gerir best á 64. mínútu þegar að hann kom boltanum yfir línuna eftir frábæra sendingu Ray Anthony sem að sigldi framhjá öllum sem voru inni í teignum en ekki Herði sem að afgreiddi boltann í netið. Arnar Bragi Bergsson kom inná í lið Eyjamanna þegar að rúmlega 20 mínútur voru eftir og lét strax af sér kveða með skoti sem að Ómar varði í stöng og bjargaði þar með sínum mönnum fyrir horn. Þegar að öll von leit út fyrir að vera úti steig upp ungur og efnilegur Jón Ingason sem að smellhitti boltann við vítateigslínuna þegar að boltinn hrökk til hans eftir klafs í teignum. Frábær innkoma hjá drengnum sem að á eftir að nýta sér þessa reynslu í framtíðinni enda mikið efni á ferð. Með marki Jóns koma Eyjamenn sér í 20 stig og halda 6. sætinu. Keflavík er í 10. sæti með 13 stig. Jón Ingason: Get ekki beðið um meira en að fá að spila í Pepsi-deildJón Ingason leikmaður ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeild en hann jafnaði metin fyrir sína menn gegn Keflavík í uppbótartíma, Jón sem er einungis 17 ára kom inná sem varamaðurinn undir lokin og lét heldur betur af sér kveða. „Ég nýti mín tækifæri sem ég fæ, ég get ekki gert mikið meira en að skora, mér fannst ég koma ágætlega inní þetta í dag. Ég ætlaði mér að nýta sénsinn, það er það sem ég hugsa.“ „Að sjálfsögðu er þetta mikil reynsla og þetta eru forréttindi að fá að spila á svona háum standard, ekkert sem að ég get beðið um meira en að spila í Pepsi-deild,“ sagði Jón Ingason en hann var nokkuð glaður í leikslok sem er skiljanlegt sökum þess hvernig leikurinn spilaðist. „Mér fannst leikurinn ekki vera eins og við plönuðum, það er fínt að ná stigi úr því sem komið var. Aðstæður voru að sjálfsögðu eins erfiðar og hægt er að hugsa sér en við breytum því ekki og þurfum bara að spila við hvaða aðstæður sem er,“ sagði Jón að lokum. Ómar Jóhannsson: „Ég hef aldrei spilað í svona vondu veðri“„Aðstæður voru vægast sagt erfiðar, ég held að ég hafi aldrei spilað í svona vondu veðri,“ sagði Ómar Jóhannsson markmaður Keflavíkur sem að átti góðan leik í marki Keflvíkinga þegar þeir sóttu Eyjamenn heim í miklum rokleik í dag. „Í rauninni kom í ljós að í fyrri hálfleik þá fýkur boltinn bara frá okkur, Eyjamenn áttu líka erfitt að hemja boltann og í rauninni er eina opna færið þeirra þetta mark,“ sagði Ómar sem að var nokkuð sáttur með stigið í dag en hefði þó viljað öll þrjú miðað við það hvernig leikurinn spilaðist. „Þetta er auðvitað svekkjandi, því að við vorum komnir svona langt inn í leikinn, en eitt stig er ánægjulegt og við sættum okkur við það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Varamaðurinn Jón Ingason tryggði Eyjamönnum eitt stig í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í frestuðum leik úr 10 umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Markið kom í viðbótartíma. Það leit ekki út fyrir að leikurinn yrði mikið fyrir augað en mjög mikill vindur var á vellinum og segja veðurfræðingar að í hviðum hafi vindur farið upp í allt að 24 metra á sekúndu. Keflvíkingar byrjuðu leikinn undan vindi og ætluðu greinilega að nýta sér það miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist, boltinn var mikið útaf vellinum eins og gefur að skilja og þá var David James alls ekki að flýta sér í markinu. Hörður Sveinsson átti hættulegasta færi fyrri hálfleiks en það kom á annarri mínútu í afar döprum hálfleik. Arnór Yngvi Traustason var hættulegasti maður gestanna en allt spil fór í gegnum hann, Arnór var ekki hræddur við að hlaupa með boltann á vörn Eyjamanna sem tókst að ráða nokkuð vel við hann. Seinni hálfleikurinn byrjaði alls ekki betur en sá fyrri en þá höfðu liðin skipst á hlutverkum og voru það nú Eyjamenn sem létu vaða við hvert tækifæri, sem er skiljanlegt vegna veðurskilyrða sem að voru vægast sagt skelfileg. Þegar að kortér var búið af seinni hálfleik skullu tveir leikmenn saman en það voru þeir Endre Ove Brenne og Víðir Þorvarðarson, skemmst er frá því að segja að Endre Ove þurfti að yfirgefa völinn og var futtur á brott með sjúkrabíl en Víðir gat haldið leik áfram eftir að umbúðum var vafið um höfuð hans. Hörður Sveinsson gerði það sem hann gerir best á 64. mínútu þegar að hann kom boltanum yfir línuna eftir frábæra sendingu Ray Anthony sem að sigldi framhjá öllum sem voru inni í teignum en ekki Herði sem að afgreiddi boltann í netið. Arnar Bragi Bergsson kom inná í lið Eyjamanna þegar að rúmlega 20 mínútur voru eftir og lét strax af sér kveða með skoti sem að Ómar varði í stöng og bjargaði þar með sínum mönnum fyrir horn. Þegar að öll von leit út fyrir að vera úti steig upp ungur og efnilegur Jón Ingason sem að smellhitti boltann við vítateigslínuna þegar að boltinn hrökk til hans eftir klafs í teignum. Frábær innkoma hjá drengnum sem að á eftir að nýta sér þessa reynslu í framtíðinni enda mikið efni á ferð. Með marki Jóns koma Eyjamenn sér í 20 stig og halda 6. sætinu. Keflavík er í 10. sæti með 13 stig. Jón Ingason: Get ekki beðið um meira en að fá að spila í Pepsi-deildJón Ingason leikmaður ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeild en hann jafnaði metin fyrir sína menn gegn Keflavík í uppbótartíma, Jón sem er einungis 17 ára kom inná sem varamaðurinn undir lokin og lét heldur betur af sér kveða. „Ég nýti mín tækifæri sem ég fæ, ég get ekki gert mikið meira en að skora, mér fannst ég koma ágætlega inní þetta í dag. Ég ætlaði mér að nýta sénsinn, það er það sem ég hugsa.“ „Að sjálfsögðu er þetta mikil reynsla og þetta eru forréttindi að fá að spila á svona háum standard, ekkert sem að ég get beðið um meira en að spila í Pepsi-deild,“ sagði Jón Ingason en hann var nokkuð glaður í leikslok sem er skiljanlegt sökum þess hvernig leikurinn spilaðist. „Mér fannst leikurinn ekki vera eins og við plönuðum, það er fínt að ná stigi úr því sem komið var. Aðstæður voru að sjálfsögðu eins erfiðar og hægt er að hugsa sér en við breytum því ekki og þurfum bara að spila við hvaða aðstæður sem er,“ sagði Jón að lokum. Ómar Jóhannsson: „Ég hef aldrei spilað í svona vondu veðri“„Aðstæður voru vægast sagt erfiðar, ég held að ég hafi aldrei spilað í svona vondu veðri,“ sagði Ómar Jóhannsson markmaður Keflavíkur sem að átti góðan leik í marki Keflvíkinga þegar þeir sóttu Eyjamenn heim í miklum rokleik í dag. „Í rauninni kom í ljós að í fyrri hálfleik þá fýkur boltinn bara frá okkur, Eyjamenn áttu líka erfitt að hemja boltann og í rauninni er eina opna færið þeirra þetta mark,“ sagði Ómar sem að var nokkuð sáttur með stigið í dag en hefði þó viljað öll þrjú miðað við það hvernig leikurinn spilaðist. „Þetta er auðvitað svekkjandi, því að við vorum komnir svona langt inn í leikinn, en eitt stig er ánægjulegt og við sættum okkur við það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira