Enski boltinn

Chelsea að stela Willian af Tottenham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Willian da Silva í leik með Shakhtar Donetsk gegn Chelsea.
Willian da Silva í leik með Shakhtar Donetsk gegn Chelsea. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Chelsea virðist vera komið inn í kapphlaupið um hinn brasilíska Willian frá Anzhi Makhachkala.

Leikmaðurinn hefur sterklega verið orðaður við Tottenham Hotspur í vikunni og talið að Willian hafi jafnvel lokið við læknisskoðun hjá Spurs.

Nýjustu fréttir herma að Willian fari jafnvel á endanum til erkifjendanna í Chelsea og viðræður við leikmanninn séu á lokastigi.

Tottenham hefur boðið 30 milljónum punda í leikmanninn og boðið honum fimm ára samning en þeir bláklæddu ætla greinilega að gera enn betur.

Willian lék með Shakhtar Donetsk frá árunum 2007-2013 en gekk í raðir Anzhi Makhachkala snemma á þessu ári. Hann er strax á leiðinni frá félaginu vegna daprar fjárhagsstöðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×