Innlent

„Hann langar ekki að lifa lengur“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
„Hann langar ekki til að lifa lengur“, segir móðir sjö ára drengs sem lagður hefur verið í einelti í um tvö ár. Það eina sem hún vill er að honum líði vel.

Tinna Líf Baldvinsdóttir birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi færslu þar sem hún segir frá einelti sem sjö ára systursonur hennar hefur mátt þola frá því að hann hóf sína grunnskólagöngu. Hún segir þetta hafa byrjað fyrsta skóladaginn.

Linda Líf Baldvinsdóttir, móðir drengsins segir þau mæðgin hafa fengið mikla hjálp hjá skólasálfræðingnum en henni finnst að það þurfi að gera meira til að hjálpa syni sínum. Hún lýsir þeirri lífsreynslu að eiga barn sem lagt er í einelti sem martröð, en meðal annars hefur verið ráðist á son hennar.

„Það gerðist fyrir nokkrum mánuðum þar sem að það voru strákar sem að tóku hann niður og voru að grýta í hann steinum. Bara héldu honum niðri“, segir Linda.

Sonur hennar er greindur með ADHD og segir hún að í kjölfar eineltisins sé hann orðinn þunglyndur og að honum líði mjög illa á hverjum degi. „Hann vill ekki lifa lengur og þetta er barátta“, segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×