Átta ára ítrekað lagður í einelti: "Særir mömmuhjartað“ 23. ágúst 2013 13:15 Linda Líf Baldvinsdóttir og sonur hennar Anton Máni, sem verður átta ára í desember. Mynd/Úr einkasafni „Þetta er bara búið að vera eilíf barátta, alveg frá því að hann byrjaði í skólanum. Á fyrsta skóladegi voru skórnir hans settir ofan í klósettið,“ segir Linda Líf Baldvinsdóttir, móðir átta ára drengs sem hefur að hennar sögn verið ítrekað lagður í einelti. „Hann hefur bæði verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi og hefur meðal annars fengið heilahristing.“ Tinna Líf, systir Lindu Lífar, birti í gær afar persónulegt bréf á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði af raunum Antons Mána sem verður átta ára í desember. Hann hefur verið greindur með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD, og er þar af leiðandi mjög virkur. Fyrir fyrsta bekk var spennan hjá Antoni Mána mikil og móðir hans vissi að skólagangan myndi ekki ganga þrautalaust fyrir sig.Versta martröð allra foreldra „Fyrsta skóladaginn, þar byrjaði versta martröð allra foreldra og barna; eineltið byrjaði. Fyrstu vikuna týndust skórnir hans, þeir fundust eftir mjög langa leit ofaní klósetti, hann fékk nýja skó rosalega flotta, þeir hurfu fyrsta daginn og hafa ekki sést síðan,“ segir Tinna Líf meðal annars í bréfinu. „Það hefur verið hringt uppí vinnu til systur minnar og tilkynnt henni það að hún þurfi að koma og sækja hann og fara með hann uppá spítala vegna höfuðhöggs, þá hafði litli snúllinn fengið risa stórt grjót í höfuðið svona gekk þetta allan 1.bekk.“ Samkvæmt bréfi Tinnu Lífar hélt þrautagangan áfram í 2. bekk. „Hann bauð öllum strákunum í bekknum í 7ára afmælið sitt, sem haldið var í skemmtigarðinum, það mættu nokkrir og það var enginn sem vildi vera með honum í liði í lasertag og þeir sem voru valdir með honum í liði "nenntu" ekki, svo fengum við að vita, að strákarnir sem mættu ekki nenntu ekki að mæta því þetta var hann,“ segir móðursystirin. Anton Máni hafi verið einn allt afmælið og gestirnir hafi gert í því að stinga hann af.Langar ekki lengur að vera til „Elsku litli snúllinn minn hefur sagt frá því í fyrsta bekk að honum langi ekki að vera til lengur, honum langar bara að deyja og verða engill því þá kannski gæti hann eignast vini.“ Anton Máni gengur í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Að sögn Lindu Lífar, móður Antons Mána, hefur starfsfólk skólans reynt að bregðast við vandanum. „Hann á við ýmsa erfiðleika að stríða og það er búið að gera mikið fyrir hann en það er því miður ekki nóg,“ segir Linda Líf sem þakkar sálfræðingnum í Hraunvallaskóla alveg sérstaklega. „Skólasálfræðingurinn hefur hjálpað okkur mjög mikið.“ Linda Líf alveg ráðalaus en þegar Vísis ræddi við hana í dag var hún að skrá Anton Mána í Öldutúnsskóla. „Ég vona bara að hann komist inn og fái góðan stuðning þar. Svo ætla ég að tala við ADHD-samtökin og Regnbogabörn. Ætli ég minnki ekki við mig vinnu og einblíni bara á hann. Þetta særir mömmuhjartað mikið,“ segir Linda Líf. Ekki hefur náðst í skólastjóra né aðstoðarskólastjóra Hraunvallaskóla vegna málsins.Bréf Tinnu Lindar má lesa í heild sinni hér að neðan:Hæ þetta er hann Anton Máni. Hæ allir mig langar til að segja ykkur frá yndislega systrasyni mínum, hann heitir Anton Máni og er að verða 8ára núna í desember. Fyrir fyrsta bekk var spennan í hámarki hjá honum og móður hans, loksins gerist það að hann fari í skóla, við vissum að þetta yrði smá basl þar sem hann er með ADHD og er þar með mjög aktvíur strákur. Fyrsta skóla daginn, þar byrjaði versta martröð allra foreldra og barna; eineltið byrjaði. Fyrstu vikuna týndust skórnir hans, þeir fundust eftir mjög langa leit ofaní klósetti, hann fékk nýja skó rosalega flotta, þeir hurfu fyrsta daginn og hafa ekki sést síðan, það hefur verið hringt uppí vinnu til systur minnar og tilkynnt henni það að hún þurfi að koma og sækja hann og fara með hann uppá spítala vegna höfuðhöggs, þá hafði litli snúllinn fengið risa stórt grjót í höfuðið svona gekk þetta allan 1.bekk. 2.bekkur hefur verið hryllingur líka, hann bauð öllum strákunum í bekknum í 7ára afmælið sitt, sem haldið var í skemmtigarðinum, það mættu nokkrir og það var enginn sem vildi vera með honum í liði í lasertag og þeir sem voru valdir með honum í liði "nenntu" ekki, svo fengum við að vita, að strákarnir sem mættu ekki nenntu ekki að mæta því þetta var hann, hann var einn allt afmælið, þar sem strákarnir gerðu í því að stinga hann af. Elsku litli snúllinn minn hefur sagt frá því í fyrsta bekk að honum langi ekki að vera til lengur, honum langar bara að deyja og verða engill því þá kannski gæti hann eignast vini. Strákarnir í nágrenninu gera í því að spurja eftir honum bara til að skilja hann útundan og það hefur gerst of oft að strákar 4-6 saman í hóp halda honum niðri og beita honum líkamlegu og andlegu ofbeldi. hann er oftast marinn og með tímanum hefur hann unnið með sér áráttu og svo mikið þunglyndi. Systir mín, móðir hans hefur farið á svo marga skólafundi og alltaf er lofað öllu fögru, " núna setjum við þetta í 5gír", "ef við hittum alla foreldrana gætið komið upp rifrildi" og þegar systir mín spurði hvort það væri ekki hægt að hringja í regnbogabörn og fá ráð hjá þeim og svona en skólinn hafnaði því. Í dag fór systir mín í skólasetningu með Antoni mínum og þar heilsaði hann krökkunum sem sátu í hóp með foreldrum sínum og hann fékk ekkert svar, svo fóru krakkarnir saman " hann var að segja hæ" "við skulum ekki segja hæ" og já FORELDRARNIR þarna vitni að þessu, systir mín tók Anton minn og fór með hann út, grátandi. Í bílnum á leiðinni heim reynir systir mín að hressa hann við en hann vill bara fara heim. Sjálf á ég dóttir sem er að fara í 3.bekk og spennan er þvílík, búin að telja niður dagana hvenær skólinn byrjar aftur til að hitta alla krakkana og svona. Anton minn elskar að vera með krökkum og hefur áráttan þróast þannig að þegar hann eignast vin þá verður hann kannski aðeins of mikill vinur. Vegna ADHD og fleiri raskanir er hann erfiðari en flest börn en hann er svo ljúfur þegar hann er í elskuðu umhverfi og systir mín lenti bara í því um daginn, þegar hún kom að nokkrum strákum henda grjóti í Anton og ein mamman var þarna á staðnum og þegar systir mín fór að tala við strákana sagði mamman við strákinn sinn "komdu, förum frá þessu PAKKI"! Ég sjálf sem foreldri finnst nauðsynlegt að kenna krökkum að virða annað fólk og ekki ALLS EKKI hjálpa krökkum að leggja í einelti. Á skólasetningu með fullt af foreldrum í kring og börn í hóp að tala niður til barns, er bara til SKAMMAR! þú vilt ekki að barnið þitt líði illa, hvernig haldiði að það sé að eiga 8ára gamlan prins sem vill deyja á hverjum degi. Systir mín þarf að díla við það og hefur þurft að gera það í rúmlega 2ár. Og er þetta að éta hana að innan, hún er sjálf komin með svo mikinn kvíða og tekur sjálf grátköst þegar Anton sér ekki til , en mér finnst það bara fullkomlega eðlilegt! Hún er HETJA að vera sterk eins og hún er í dag! STOPPUM EINELTI og foreldrar grípið inní, það á ENGINN að þurfa að lifa svona lífi, ekki ég, þú, Anton minn eða barnið þitt!!!!!!!!!!!!! Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
„Þetta er bara búið að vera eilíf barátta, alveg frá því að hann byrjaði í skólanum. Á fyrsta skóladegi voru skórnir hans settir ofan í klósettið,“ segir Linda Líf Baldvinsdóttir, móðir átta ára drengs sem hefur að hennar sögn verið ítrekað lagður í einelti. „Hann hefur bæði verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi og hefur meðal annars fengið heilahristing.“ Tinna Líf, systir Lindu Lífar, birti í gær afar persónulegt bréf á Facebooksíðu sinni þar sem hún sagði af raunum Antons Mána sem verður átta ára í desember. Hann hefur verið greindur með athyglisbrest og ofvirkni, ADHD, og er þar af leiðandi mjög virkur. Fyrir fyrsta bekk var spennan hjá Antoni Mána mikil og móðir hans vissi að skólagangan myndi ekki ganga þrautalaust fyrir sig.Versta martröð allra foreldra „Fyrsta skóladaginn, þar byrjaði versta martröð allra foreldra og barna; eineltið byrjaði. Fyrstu vikuna týndust skórnir hans, þeir fundust eftir mjög langa leit ofaní klósetti, hann fékk nýja skó rosalega flotta, þeir hurfu fyrsta daginn og hafa ekki sést síðan,“ segir Tinna Líf meðal annars í bréfinu. „Það hefur verið hringt uppí vinnu til systur minnar og tilkynnt henni það að hún þurfi að koma og sækja hann og fara með hann uppá spítala vegna höfuðhöggs, þá hafði litli snúllinn fengið risa stórt grjót í höfuðið svona gekk þetta allan 1.bekk.“ Samkvæmt bréfi Tinnu Lífar hélt þrautagangan áfram í 2. bekk. „Hann bauð öllum strákunum í bekknum í 7ára afmælið sitt, sem haldið var í skemmtigarðinum, það mættu nokkrir og það var enginn sem vildi vera með honum í liði í lasertag og þeir sem voru valdir með honum í liði "nenntu" ekki, svo fengum við að vita, að strákarnir sem mættu ekki nenntu ekki að mæta því þetta var hann,“ segir móðursystirin. Anton Máni hafi verið einn allt afmælið og gestirnir hafi gert í því að stinga hann af.Langar ekki lengur að vera til „Elsku litli snúllinn minn hefur sagt frá því í fyrsta bekk að honum langi ekki að vera til lengur, honum langar bara að deyja og verða engill því þá kannski gæti hann eignast vini.“ Anton Máni gengur í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Að sögn Lindu Lífar, móður Antons Mána, hefur starfsfólk skólans reynt að bregðast við vandanum. „Hann á við ýmsa erfiðleika að stríða og það er búið að gera mikið fyrir hann en það er því miður ekki nóg,“ segir Linda Líf sem þakkar sálfræðingnum í Hraunvallaskóla alveg sérstaklega. „Skólasálfræðingurinn hefur hjálpað okkur mjög mikið.“ Linda Líf alveg ráðalaus en þegar Vísis ræddi við hana í dag var hún að skrá Anton Mána í Öldutúnsskóla. „Ég vona bara að hann komist inn og fái góðan stuðning þar. Svo ætla ég að tala við ADHD-samtökin og Regnbogabörn. Ætli ég minnki ekki við mig vinnu og einblíni bara á hann. Þetta særir mömmuhjartað mikið,“ segir Linda Líf. Ekki hefur náðst í skólastjóra né aðstoðarskólastjóra Hraunvallaskóla vegna málsins.Bréf Tinnu Lindar má lesa í heild sinni hér að neðan:Hæ þetta er hann Anton Máni. Hæ allir mig langar til að segja ykkur frá yndislega systrasyni mínum, hann heitir Anton Máni og er að verða 8ára núna í desember. Fyrir fyrsta bekk var spennan í hámarki hjá honum og móður hans, loksins gerist það að hann fari í skóla, við vissum að þetta yrði smá basl þar sem hann er með ADHD og er þar með mjög aktvíur strákur. Fyrsta skóla daginn, þar byrjaði versta martröð allra foreldra og barna; eineltið byrjaði. Fyrstu vikuna týndust skórnir hans, þeir fundust eftir mjög langa leit ofaní klósetti, hann fékk nýja skó rosalega flotta, þeir hurfu fyrsta daginn og hafa ekki sést síðan, það hefur verið hringt uppí vinnu til systur minnar og tilkynnt henni það að hún þurfi að koma og sækja hann og fara með hann uppá spítala vegna höfuðhöggs, þá hafði litli snúllinn fengið risa stórt grjót í höfuðið svona gekk þetta allan 1.bekk. 2.bekkur hefur verið hryllingur líka, hann bauð öllum strákunum í bekknum í 7ára afmælið sitt, sem haldið var í skemmtigarðinum, það mættu nokkrir og það var enginn sem vildi vera með honum í liði í lasertag og þeir sem voru valdir með honum í liði "nenntu" ekki, svo fengum við að vita, að strákarnir sem mættu ekki nenntu ekki að mæta því þetta var hann, hann var einn allt afmælið, þar sem strákarnir gerðu í því að stinga hann af. Elsku litli snúllinn minn hefur sagt frá því í fyrsta bekk að honum langi ekki að vera til lengur, honum langar bara að deyja og verða engill því þá kannski gæti hann eignast vini. Strákarnir í nágrenninu gera í því að spurja eftir honum bara til að skilja hann útundan og það hefur gerst of oft að strákar 4-6 saman í hóp halda honum niðri og beita honum líkamlegu og andlegu ofbeldi. hann er oftast marinn og með tímanum hefur hann unnið með sér áráttu og svo mikið þunglyndi. Systir mín, móðir hans hefur farið á svo marga skólafundi og alltaf er lofað öllu fögru, " núna setjum við þetta í 5gír", "ef við hittum alla foreldrana gætið komið upp rifrildi" og þegar systir mín spurði hvort það væri ekki hægt að hringja í regnbogabörn og fá ráð hjá þeim og svona en skólinn hafnaði því. Í dag fór systir mín í skólasetningu með Antoni mínum og þar heilsaði hann krökkunum sem sátu í hóp með foreldrum sínum og hann fékk ekkert svar, svo fóru krakkarnir saman " hann var að segja hæ" "við skulum ekki segja hæ" og já FORELDRARNIR þarna vitni að þessu, systir mín tók Anton minn og fór með hann út, grátandi. Í bílnum á leiðinni heim reynir systir mín að hressa hann við en hann vill bara fara heim. Sjálf á ég dóttir sem er að fara í 3.bekk og spennan er þvílík, búin að telja niður dagana hvenær skólinn byrjar aftur til að hitta alla krakkana og svona. Anton minn elskar að vera með krökkum og hefur áráttan þróast þannig að þegar hann eignast vin þá verður hann kannski aðeins of mikill vinur. Vegna ADHD og fleiri raskanir er hann erfiðari en flest börn en hann er svo ljúfur þegar hann er í elskuðu umhverfi og systir mín lenti bara í því um daginn, þegar hún kom að nokkrum strákum henda grjóti í Anton og ein mamman var þarna á staðnum og þegar systir mín fór að tala við strákana sagði mamman við strákinn sinn "komdu, förum frá þessu PAKKI"! Ég sjálf sem foreldri finnst nauðsynlegt að kenna krökkum að virða annað fólk og ekki ALLS EKKI hjálpa krökkum að leggja í einelti. Á skólasetningu með fullt af foreldrum í kring og börn í hóp að tala niður til barns, er bara til SKAMMAR! þú vilt ekki að barnið þitt líði illa, hvernig haldiði að það sé að eiga 8ára gamlan prins sem vill deyja á hverjum degi. Systir mín þarf að díla við það og hefur þurft að gera það í rúmlega 2ár. Og er þetta að éta hana að innan, hún er sjálf komin með svo mikinn kvíða og tekur sjálf grátköst þegar Anton sér ekki til , en mér finnst það bara fullkomlega eðlilegt! Hún er HETJA að vera sterk eins og hún er í dag! STOPPUM EINELTI og foreldrar grípið inní, það á ENGINN að þurfa að lifa svona lífi, ekki ég, þú, Anton minn eða barnið þitt!!!!!!!!!!!!!
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira