Lífið

Kolla með eigin þátt á Stöð 2

Ellý Ármanns skrifar
Kolbrún Björnsdóttir.
Kolbrún Björnsdóttir.
Athygli vakti þegar Kolbrún Björnsdóttir sagði upp á Bylgjunni fyrr í sumar eftir að hafa vaknað með Íslendingum á hverjum virkum morgni í hvorki meira né minna en ríflega sex ár.  Kolbrún hefur ráðið sig til Stöðvar 2 með nýjan sjónvarpsþátt.

Undirbúningur hafinn

„Þessa dagana er ég að undirbúa spjallþátt sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í haust. Stefnan er að fyrsti þáttur fari í loftið í október þannig að það er allt að fara á fullt," segir Kolbrún þegar við spyrjum hana um nýja þáttinn sem mun einfaldlega heita KOLLA.

Með áherslu á lausnir

„Umræðuefnin verða af ýmsum toga og margar hugmyndir í gangi. Mig langar til dæmis að fjalla um einelti, stjúpfjölskyldur, meðvirkni og sambönd svo eitthvað sé nefnt. Og þar sem ég er mikil bjartsýnismanneskja og þykir miklu skemmtilegra að líta á glasið sem hálffullt en hálftómt ætla ég að fá viðmælendur mína til að benda á lausnir og hvað við getum gert. Finna verkfærin í töskuna okkar. Svo eru margir einstaklingar sem mig langar mikið til að spjalla við um lífið og tilveruna. Þannig að möguleikarnir eru endalausir," segir hún.

Stígur út fyrir þægindarammann

„Ég viðurkenni það fúslega að þrátt fyrir að ég hlakki mikið til að takast á við þetta verkefni þá leynist kvíðapúkinn líka í mér. Að fara úr mínu umhverfi til sex ára sem er útvarpið með öðrum þáttastjórnanda yfir í að stjórna eigin þætti í sjónvarpi. En snýst ekki lífið líka um að skora á sjálfan sig og stíga út fyrir kassann? Kannski ég geri þátt um það, að stíga út fyrir þægindahringinn," segir hún og hlær.

Kolla kvaddi Bylgjuna í sumar.
Sjá myndir þegar Bylgjan kvaddi Kollu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.