Innlent

Tugir handteknir grunaðir um mansal

MYND/AFP
Spænska lögreglan hefur handtekið tugi manna á Spáni og í Frakklandi sem grunaðir eru um að starfrækja mansalshring sem teygir anga sína um þrjár heimsálfur.

51 manns voru handteknir á Spáni og 24 í Frakklandi vegna málsins. Höfuðpaurar hringsins voru meðal þeirra sem handteknir voru, en talið er að höfuðstöðvar starfseminnar hafi verið í Barcelona.

Starfsemi mansalshringsins fólst í því að smygla Kínverjum til Bandaríkjana og Evrópu á fölsuðum vegabréfum. Lögreglan hóf rannsókn málsins fyrir rúmlega tveimur árum og hefur hún sannanir um að uppsett verð fyrir hvern einstakling hafi verið um fjörutíu þúsund evrur. Hluti fórnarlambanna sætti kynferðislegu ofbeldi.

Handtakan var samstarfsverkefni lögreglunnar á Spáni, en hún lagði hald á 81 falsað vegabréf í aðgerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×