Segir framkvæmdir við Hofsvallagötu ekki auka öryggi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. ágúst 2013 19:26 Framkvæmdir á Hofsvallagötu eru ekki til þess fallnar að auka öryggi vegfarenda. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kaupmaður í Melabúðinni tekur undir með honum og segir marga viðskiptavini sína uggandi yfir áformunum. Markmið framkvæmdanna við Hofsvallagötu er að hægja á umferð með þrengingu götunnar og auka þannig öryggi vegfarenda og hjólreiðamanna, ásamt því að lífga aðeins upp á þessa fjölförnu götu. Hugmyndirnar eru nýstárlegar en hér er meðal annars gert ráð fyrir litlum rýmum við götuna sem afmörkuð eru með fánastöngum og blómakerum. Það ber þó að taka fram að þessar hugmyndir eru ekki hugsaðar til langs tíma. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ósáttur með þessar framkvæmdir. Hann fullyrðir að umferðin muni leita annað. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að umferð sem fer um Hofsvallagötu í dag muni leita inn í hverfið, eins og við höfum reynslu af. Þannig gæti umferðin farið að leita inn á Birkimel og Neshaga, þar sem Melaskóli er. Eða þá Ægissíðu þar sem finna má leikskóla. Þannig að þetta er frekar til þess fallið að auka hættuna í Vesturbænum, frekar en að draga úr henni.“ Þá segir Júlíus að lítið hafi farið fyrir málinu í Borgarráði og betra hefði verið að kynna málið betur fyrir fulltrúum borgarinnar og íbúum. Áætlaður heildarkostnaður við Hofsvallagötu er tuttugu milljónir. Framkvæmdir af svipuðum toga eru ýmist á teikniborðinu eða hafnar á Snorrabraut og í Borgartúni og hleypur kostnaðurinn á tugum milljóna. „Hér er gengið langt í að þrengja að umferðinni, í þeim misskilda tilgangi að þar með komi ökumenn til þess að hætta að nota bílinn. Það mun auðvitað ekki gerast með því að þrengja eina götu,“ segir Júlíus. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um framkvæmdirnar við Hofsvallagötu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni segir íbúa á svæðinu skiptast í tvo hópa. „Það eru margir ánægðir og margir óánægðir,“ segir Pétur. „Hér eru útskot þar sem börn geta verið að leik og um leið skapast ákveðin hætta.“ „Sjálfur furða ég mig á því að borgin hafi ekki byrjað á því setja niður blómaker. Það er að koma vetur og hjólreiðamenn fara að hætta að vera hérna.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Framkvæmdir á Hofsvallagötu eru ekki til þess fallnar að auka öryggi vegfarenda. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kaupmaður í Melabúðinni tekur undir með honum og segir marga viðskiptavini sína uggandi yfir áformunum. Markmið framkvæmdanna við Hofsvallagötu er að hægja á umferð með þrengingu götunnar og auka þannig öryggi vegfarenda og hjólreiðamanna, ásamt því að lífga aðeins upp á þessa fjölförnu götu. Hugmyndirnar eru nýstárlegar en hér er meðal annars gert ráð fyrir litlum rýmum við götuna sem afmörkuð eru með fánastöngum og blómakerum. Það ber þó að taka fram að þessar hugmyndir eru ekki hugsaðar til langs tíma. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ósáttur með þessar framkvæmdir. Hann fullyrðir að umferðin muni leita annað. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að umferð sem fer um Hofsvallagötu í dag muni leita inn í hverfið, eins og við höfum reynslu af. Þannig gæti umferðin farið að leita inn á Birkimel og Neshaga, þar sem Melaskóli er. Eða þá Ægissíðu þar sem finna má leikskóla. Þannig að þetta er frekar til þess fallið að auka hættuna í Vesturbænum, frekar en að draga úr henni.“ Þá segir Júlíus að lítið hafi farið fyrir málinu í Borgarráði og betra hefði verið að kynna málið betur fyrir fulltrúum borgarinnar og íbúum. Áætlaður heildarkostnaður við Hofsvallagötu er tuttugu milljónir. Framkvæmdir af svipuðum toga eru ýmist á teikniborðinu eða hafnar á Snorrabraut og í Borgartúni og hleypur kostnaðurinn á tugum milljóna. „Hér er gengið langt í að þrengja að umferðinni, í þeim misskilda tilgangi að þar með komi ökumenn til þess að hætta að nota bílinn. Það mun auðvitað ekki gerast með því að þrengja eina götu,“ segir Júlíus. Það eru sannarlega skiptar skoðanir um framkvæmdirnar við Hofsvallagötu. Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni segir íbúa á svæðinu skiptast í tvo hópa. „Það eru margir ánægðir og margir óánægðir,“ segir Pétur. „Hér eru útskot þar sem börn geta verið að leik og um leið skapast ákveðin hætta.“ „Sjálfur furða ég mig á því að borgin hafi ekki byrjað á því setja niður blómaker. Það er að koma vetur og hjólreiðamenn fara að hætta að vera hérna.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira