Íslenski boltinn

Var búinn að lofa strákunum að klæðast jakkanum

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Hermann á hliðarlínunni í dag.
Hermann á hliðarlínunni í dag. Mynd/Stefán
„Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum en vorum óheppnir og klaufar að fá á okkur þessi tvö mörk," sagði svekktur þjálfari Eyjamanna, Hermann Hreiðarsson.

„Mér fannst mikið jafnræði í fyrri hálfleiknum og fannst mér þeir ekki eiga verðskulda 2-0 forystu í lok hans. Við byrjuðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel og settum mjög gott mark. Við hefðum svo getað náð í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki í dag og er maður svekktur," sagði Hermann.

„Það eru búin að vera döpur úrslit að undanförnu hjá okkur. Við erum að spila ágætlega í mörgum leikjum en okkur tekst ekki að skora. Ég hef litlar áhyggjur af þessu en við verðum að fara að skora mörk. Það er ekki að ganga hjá okkur," bætti Hermann við.

Hermann skartaði mjög áhugaverðum jakka í leiknum í dag og sagði hann það hafa verið vegna loforðs við leikmenn liðsins.

„Ég sagði einhvern tímann við strákana í liðinu að ég myndi vera í þessum jakka þegar ég yrði ekki á skýrslu. Sú var raunin í dag og þar af leiðandi varð ég að standa við það loforð," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í leikslok.

Jakkinn sem Hermann skartaði er sagður fimmtán ára gamall.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×