Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-1 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 11. ágúst 2013 00:01 KR-ingar fagna marki í Vesturbænum í dag. Mynd/Stefán KR-ingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Eyjamönnum á heimavelli liðsins í Frostaskjóli í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Mörk KR-inga gerðu Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Hannesi Þór Halldórssyni var vikið af velli í byrjun síðari hálfleiksins og skoraði Gunnar Már Guðmundsson í kjölfarið úr vítaspyrnu. Leikurinn var rólegur á upphafsmínútunum en það voru KR-ingar sem náðu forystunni á 16. mínútu. Þá átti Bjarni Guðjónsson skot úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og í netið. KR-ingar bættu svo við á 41. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skoraði gott mark eftir fína sókn heimamanna. Staðan því 2-0 í hálfleik sem gaf ekki beint rétta mynd af leiknum en leikurinn var mjög jafn og hefðu Eyjamenn getað verið búnir að skora mark í leiknum. Það var svo á 51. mínútu þegar Hannesi Þór Halldórssyni, markmanni KR-inga var vikið af velli eftir brot á Ian Jeffs og vítaspyrna dæmd. Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars Kristinssonar kom inn í stað Hannesar en hann réð ekki við vítaspyrnu Gunnars Más Guðmundssonar sem skoraði af öryggi. Eyjamenn pressuðu stíft á KR-inga í hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið. Það var svo Þorsteinn Már Ragnarsson sem innsiglaði sigur heimamanna á 93. mínútu með góðu marki. Góður sigur heimamanna úr Vesturbænum en þeir eru komnir á topp deildarinnar eftir leikinn - FH-ingar geta þó endurheimt toppsætið með sigri á Breiðablik í kvöld. Þetta er fjórða tap Eyjamanna í röð og er útlitið nokkuð svart. Liðið spilaði ágætlega í leiknum í dag en þeim vantar ákveðin gæði framarlega á vellinum - til þess að skora mörk.Hermann: Okkur tekst ekki að skora mörk„Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum en vorum óheppnir og klaufar að fá á okkur þessi tvö mörk. Mér fannst mikið jafnræði í fyrri hálfleiknum og fannst mér þeir ekki eiga verðskulda 2-0 forystu í lok hans. Við byrjuðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel og settum mjög gott mark. Við hefðum svo getað náð í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki í dag og er maður svekktur," sagði Hermann. „Það eru búin að vera döpur úrslit að undanförnu hjá o kkur. Við erum að spila ágætlega í mörgum leikjum en okkur tekst ekki að skora. Ég hef litlar áhyggjur af þessu en við verðum að fara að skora mörk. Það er ekki að ganga hjá okkur," bætti Hermann við. Hermann skartaði mjög áhugaverðum jakka í leiknum í dag og sagði hann það hafa verið vegna loforðs við leikmenn liðsins. „Ég sagði einhverntímann við strákana í liðinu að ég myndi vera í þessum jakka þegar ég yrði ekki á skýrslu. Sú var raunin í dag og þar af leiðandi varð ég að standa við það loforð," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í leikslok.Rúnar: Ánægjuleg þrjú stig„Það var ánægjulegt að ná í þennan sigur. Við vorum að mæta góðu Eyjaliði og því er þetta sérstaklega sætt. Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum og náðum tveggja marka forystu með tveimur góðum mörkum. Þeir settu svo á okkur í kjölfarið á rauða spjaldinu en við héldum þetta út og kláruðum á endanum leikinn," sagði Rúnar. „Ég veit ekki alveg með þetta rauða spjald, ég held að þetta hafi verið klárt víti en spurning með þetta rauða spjald. Rúnar Alex kom inn í markið og stóð sig mjög vel. Hann varði í þrígang vel og er bara að verða virkilega öflugur markvörður," sagði Rúnar um son sinn. „Við erum komnir í gang aftur og er það mjög kærkomið. Við erum bjartsýnir á framhaldið, þetta lítur vel út hjá okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
KR-ingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Eyjamönnum á heimavelli liðsins í Frostaskjóli í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Mörk KR-inga gerðu Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Hannesi Þór Halldórssyni var vikið af velli í byrjun síðari hálfleiksins og skoraði Gunnar Már Guðmundsson í kjölfarið úr vítaspyrnu. Leikurinn var rólegur á upphafsmínútunum en það voru KR-ingar sem náðu forystunni á 16. mínútu. Þá átti Bjarni Guðjónsson skot úr aukaspyrnu sem fór af varnarveggnum og í netið. KR-ingar bættu svo við á 41. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skoraði gott mark eftir fína sókn heimamanna. Staðan því 2-0 í hálfleik sem gaf ekki beint rétta mynd af leiknum en leikurinn var mjög jafn og hefðu Eyjamenn getað verið búnir að skora mark í leiknum. Það var svo á 51. mínútu þegar Hannesi Þór Halldórssyni, markmanni KR-inga var vikið af velli eftir brot á Ian Jeffs og vítaspyrna dæmd. Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars Kristinssonar kom inn í stað Hannesar en hann réð ekki við vítaspyrnu Gunnars Más Guðmundssonar sem skoraði af öryggi. Eyjamenn pressuðu stíft á KR-inga í hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið. Það var svo Þorsteinn Már Ragnarsson sem innsiglaði sigur heimamanna á 93. mínútu með góðu marki. Góður sigur heimamanna úr Vesturbænum en þeir eru komnir á topp deildarinnar eftir leikinn - FH-ingar geta þó endurheimt toppsætið með sigri á Breiðablik í kvöld. Þetta er fjórða tap Eyjamanna í röð og er útlitið nokkuð svart. Liðið spilaði ágætlega í leiknum í dag en þeim vantar ákveðin gæði framarlega á vellinum - til þess að skora mörk.Hermann: Okkur tekst ekki að skora mörk„Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum en vorum óheppnir og klaufar að fá á okkur þessi tvö mörk. Mér fannst mikið jafnræði í fyrri hálfleiknum og fannst mér þeir ekki eiga verðskulda 2-0 forystu í lok hans. Við byrjuðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel og settum mjög gott mark. Við hefðum svo getað náð í eitthvað úr þessum leik en það gekk ekki í dag og er maður svekktur," sagði Hermann. „Það eru búin að vera döpur úrslit að undanförnu hjá o kkur. Við erum að spila ágætlega í mörgum leikjum en okkur tekst ekki að skora. Ég hef litlar áhyggjur af þessu en við verðum að fara að skora mörk. Það er ekki að ganga hjá okkur," bætti Hermann við. Hermann skartaði mjög áhugaverðum jakka í leiknum í dag og sagði hann það hafa verið vegna loforðs við leikmenn liðsins. „Ég sagði einhverntímann við strákana í liðinu að ég myndi vera í þessum jakka þegar ég yrði ekki á skýrslu. Sú var raunin í dag og þar af leiðandi varð ég að standa við það loforð," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í leikslok.Rúnar: Ánægjuleg þrjú stig„Það var ánægjulegt að ná í þennan sigur. Við vorum að mæta góðu Eyjaliði og því er þetta sérstaklega sætt. Við spiluðum vel í fyrri hálfleiknum og náðum tveggja marka forystu með tveimur góðum mörkum. Þeir settu svo á okkur í kjölfarið á rauða spjaldinu en við héldum þetta út og kláruðum á endanum leikinn," sagði Rúnar. „Ég veit ekki alveg með þetta rauða spjald, ég held að þetta hafi verið klárt víti en spurning með þetta rauða spjald. Rúnar Alex kom inn í markið og stóð sig mjög vel. Hann varði í þrígang vel og er bara að verða virkilega öflugur markvörður," sagði Rúnar um son sinn. „Við erum komnir í gang aftur og er það mjög kærkomið. Við erum bjartsýnir á framhaldið, þetta lítur vel út hjá okkur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti