Innlent

Gísli Marteinn útilokar ekki leiðtogaframboð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ef mál Gísla Marteins fá brautargengi hefur hann áhuga á að leiða Sjálfstæðismenn í borginni.
Ef mál Gísla Marteins fá brautargengi hefur hann áhuga á að leiða Sjálfstæðismenn í borginni.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill leiða lista flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar ef málin sem hann stendur fyrir fá brautargengi. Gísli Marteinn er nú í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og sagði í viðtali við Rás 2 nú morgun að hann ætlaði að halda áfram í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.

Júlíus Víflll Ingvarsson er nú í 1. sæti í flokksins eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir varð innanríkisráðherra. Hann íhugar að taka 1. sætið áfram.

Aðrir sem  hafa verið nefndir sem næstu leiðtogar flokksins í borginni eru borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Einnig hefur Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verið nefndur sem næsti leiðtogi  en hann var oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðar frá árinu 1998 til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×