Innlent

Söfnun fyrir stúlkurnar lokið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Natalia Gabinska og Magdalena Hyz voru fæddar 1997 og 1998.
Natalia Gabinska og Magdalena Hyz voru fæddar 1997 og 1998.
Söfnun fyrir þær Nataliu Gabinsku og Magdalenu Hyz er lokið, en þær létust í umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 4. ágúst. Mikill kostnaður fylgir því að flytja þær heim til Póllands og var söfnun því sett af stað til að létta undir með fjölskyldum stúlknanna.

Útför fer fram í Póllandi síðar í mánuðinum. Fjölskyldur þeirra segjast þakklátar fyrir þann stuðning sem þeim hefur verið sýndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×