Vigdís: "Ekki halda þessu áfram með þessum hætti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2013 20:12 Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira