Íslenski boltinn

Ögmundur: Var búinn að skoða hvar þessir menn skjóta í vítum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ögmundur Kristinsson fagnar.
Ögmundur Kristinsson fagnar. Mynd/Anton
„Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt undir 2-0 í hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og peppuðum okkur upp og sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram og hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni þegar Fram varð bikarmeistari í Laugardalnum í kvöld og vann sinn fyrsta titil síðan 1990.

„Ég var búinn að skoða og fylgjast með hvar þessi menn skjóta í vítum. Það er oftast sami staðurinn sem menn skjóta á. Maður mætir undirbúinn og það virkaði í dag," sagði Ögmundur.

„Þetta var örugglega frábær skemmtun fyrir áhorfendur. Ég vil þakka öllum þeim sem mættu á völlinn fyrir dyggan stuðning,“ sagði Ögmundur sem fékk högg í punginn rétt fyrir leikslok og þurfti að harka það af sér.

„Þetta voru engin meiðsli. Ég fékk hann bara á viðkvæman stað og maður verður að harka það af sér. Ég vona að það verði í lagi með hann á morgun.

„Við vissum alveg að við gætum klárað þetta. Staðan í deildinni skiptir engu máli. Það er ekki eins og það sé einhver saga með þeim, það er frekar með okkur,“ sagði Ögmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×