Íslenski boltinn

Keflavík getur ekki skorað í fyrri hálfleik

Úr leik Keflavíkur og Fylkis í sumar.
Úr leik Keflavíkur og Fylkis í sumar.
Keflavík vann flottan sigur á Val, 2-0, í gær og komst um leið upp úr fallsæti. Bæði mörkin komu á kunnuglegum tíma.

Það er segja seinni hálfleik því liðinu virðist vera algjörlega fyrirmunað að skora mark í fyrri hálfleik leikja sinna.

Það gerðist síðast þann 24. júní síðastliðinn eða í 8. umferð deildarinnar. Það eru því tæpir 2 mánuðir síðan liðið skoraði mark í fyrri hálfleik.

Þjálfarar liðsins hafa því verk að vinna að vekja sóknarmenn sína því það mun líklega ekki ganga endalaust að skora aðeins í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×