Prestur talaði við leikmenn Breiðabliks og KR

"Við fengum prest í gær. Mann sem er mjög reyndur í áfallahjálp. Hann sat með leikmönnum beggja liða í sameiningu eftir leik," sagði Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.
"Menn sátu saman og allir fengu að tjá sig. Leikmenn voru hjá okkur til svona hálf tíu. Ég held að menn hafi náð að vinna þokkalega úr ástandinu. Ég held að það hafi gert öllum mjög gott."
Blikar munu áfram vinna með sínum mönnum og sjá til þess að öllum líði sem best.
"Hópurinn mun hittast á æfingu í dag. Það verður eflaust spilaður lítill fótbolti en við sjáum hvernig það þróast. Það eru allir enn að jafna sig."
Tengdar fréttir

Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði
Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson var merkilega brattur er Vísir heyrði í honum í dag. Hann rotaðist í leiknum gegn KR í gær og var fluttur með hraði upp á spítala en óttast var um ástand hans um tíma.

Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra
Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi.

Elfar Árni kominn heim til sín
Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær.

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af
Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg
Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið
Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju
Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.