Innlent

Lofaði syninum að fara aldrei aftur til Bandaríkjanna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Jón Gnarr vandar ekki bandarískum flugvöllum kveðjuna á Facebook-síðu sinni í dag.
Jón Gnarr vandar ekki bandarískum flugvöllum kveðjuna á Facebook-síðu sinni í dag. Mynd/365
„Átta ára sonur minn lét mig lofa því að við færum aldrei aftur til Bandaríkjanna,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur í færslu á Facebook-síðu sinni.

 Í færslunni lýsir Jón því þegar hann þurfti að bíða í tvo klukkutíma í röð á flugvellinum í Boston í síðasta mánuði, sem  varð til þess að hann missti af tengiflugi sínu. Eftir uppákomuna hafi hann verið orðinn dauðþreyttur og fundist hann vanmáttugur og niðurlægður.

„Ég elska Bandaríkin og hef farið þangað mörgum sinnum síðustu 30 ár. Mér er sama um alla pappírsvinnuna, áritanir, ESTA, að gefa fingraförin mín og fara í myndatöku í hvert skipti sem ég fer þangað. Mér er sama um öryggisráðstafanirnar, en ég skil ekki afhverju allir eru neyddir til að standa í röð frá einum og upp í fjóra klukkutíma. Til hvers, ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt, ekki einu sinni í Kína“ segir Jón í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×