Innlent

Fljúga með farþega án leyfis

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Einkaflugmenn fljúga með farþega gegn greiðslu án leyfis
Einkaflugmenn fljúga með farþega gegn greiðslu án leyfis mynd/365
Flugmenn sem ekki hafa flugrekstarleyfi hafa flogið með farþega gegn greiðslu á undanförnum árum.

Samkvæmt upplýsingum frá Páli S. Pálssyni, deildarstjóra flugrekstrardeildar Samgöngustofu, verður eftirlit núna um verslunarmannahelgina eins og verið hefur undanfarin ár þessa stærstu ferðamannahelgi ársins.

Samgöngustofa mun sérstaklega fylgjast með flugi til og frá Vestmannaeyjum. Páll segir það almennt ekki vera mikið vandamál að flugmenn, án flugrekstrarleyfa, fljúgi með farþega gegn greiðslu. Þó komi svoleiðis mál upp öðru hvoru. Enn sem komið er hefur ekkert slíkt mál komið upp.

Hlutverk Samgöngustofu er að fyrirbyggja að boðið sé upp á farþegaflug án flugrekstrarleyfis. Til þess að fljúga með farþega gegn greiðslu þarf leyfi, en leyfinu fylgja ítarlegri öryggiskröfur en gilda um einkaflug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×