Innlent

Íbúar Árnessýslu óttast um öryggi sitt

Heimir Már Pétursson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir ekki lengur hægt að una við óbreytt ástand.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir ekki lengur hægt að una við óbreytt ástand.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að sífelldur niðurskurður til löggæslunnar í Árnessýslu á undanförnum árum sé farinn að bitna á þjónustunni. En nú stefni í að 21 lögreglumaður sinni víðfemu svæði með 15 þúsund íbúum sem verði allt að 25 þúsund yfir sumartímann. Ríkislögreglustjóri telji lögreglumenn þurfa að vera a.m.k þrjátíu og fimm.

„Það er alveg óumdeilt og það er ekki hægt að una við þetta lengur., þegar þessi knappa fjárveiting er farin að birna á öryggismálum og sjálfsagðri þjónustu,“ segir bæjarstjórinn.

Fólk óttist um öryggi sitt. Ef til dæmis verði slys í Þorlákshöfn gætu bílar lögreglunnar verið uppteknir annars staðar.

„Og við höfum auðvitað orðið vitni að því og heyrt af því að lögreglan þarf að forgangsraða. Hún þarf að velja í hvaða útköll hún fer og það er auðvitað ekki ásættanlegt þegar kanski margir alvarlegir atburðir gerast á sama tíma,“ segir Aldís.

Löggæslan sé mun minni nú en á árum áður, þótt fólk hafi skilning á aðstæðum lögreglunnar.

„En það er alveg ómumdeilt að hér er allt of naumt skammtað miðað við stærð og umfang svæðisins,“ segir Aldís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×