"Geggjað að ná að sigrast á þessu“ Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 19:24 Birkir Alfons Rúnarsson var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann greindist með bráðahvítbæði árið 2011. Með jákvæðni og styrk að leiðarljósi hefur honum tekist að sigrast á meininu og ákváðu hann og eldri bróðir hans, Bergsveinn, að gera myndband þar sem þeir þakka fyrir þann mikla stuðning sem fjöldskyldunni hefur verið sýndur. Fjölskyldan vill færa sérstakar þakkir til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, sem hefur hjálpað fjölskyldunni í gegnum súrt og sætt. Á þeim rúmum tveimur árum sem Birkir hefur tekist á við þetta verkefni hefur hann þurft að eyða 81 nótt á spítala, þar sem hann var meðal annars svæfður rúmlega tuttugu sinnum og teknar af honum um 200 blóðprufur. Í dag er hann krabbameinslaus. Hvernig líður þér í dag? „Mér líður bara ógeðslega vel. Það er bara geggjað að ná að sigrast á þessu,“ segir Birkir. Þótt Birkir sé laus við krabbameinið á hann samt stórt verkefni fyrir höndum „Hann þarf að fara í mjaðmaskipti í október,“ segir Bergsveinn, bróðir Birkis, og segir bæði þurfa að skipta um hægri og vinstri mjöðm. „Þannig að hann er svona á meðan á hækjum og í hjólastól þess á milli. Það er bara næsta verkefni, stóra verkefnið er búið og litla verkefnið eftir.“ „Það er ekkert miðað við þetta krabbamein sko,“ segir Birkir. En hvað ætlar sautján ára piltur sem á lífið fyrir sér að gera á næstunni? „Allavega fara til Boston á morgun. Skemmta sér þar, kaupa föt og liggja í sólinni,“ segir Birkir. „Annars bara að fara í golf, vera með vinunum og fjölskyldunni og bara njóta lífsins. Það er ekkert annað. Þetta verður bara gaman og ég hlakka til.“ Lífið er stutt og vilja þeir bræður koma þeim skilaboðum áleiðis til áhorfenda að hindranir eru til þess að sigrast þær. „Ef það kemur veggur, ekki hætta og snúa við, heldur bara finna þér leið í gegnum hann. Yfir hann, undir hann, bara halda áfram,“ segir Bergsveinn. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Birkir Alfons Rúnarsson var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann greindist með bráðahvítbæði árið 2011. Með jákvæðni og styrk að leiðarljósi hefur honum tekist að sigrast á meininu og ákváðu hann og eldri bróðir hans, Bergsveinn, að gera myndband þar sem þeir þakka fyrir þann mikla stuðning sem fjöldskyldunni hefur verið sýndur. Fjölskyldan vill færa sérstakar þakkir til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, sem hefur hjálpað fjölskyldunni í gegnum súrt og sætt. Á þeim rúmum tveimur árum sem Birkir hefur tekist á við þetta verkefni hefur hann þurft að eyða 81 nótt á spítala, þar sem hann var meðal annars svæfður rúmlega tuttugu sinnum og teknar af honum um 200 blóðprufur. Í dag er hann krabbameinslaus. Hvernig líður þér í dag? „Mér líður bara ógeðslega vel. Það er bara geggjað að ná að sigrast á þessu,“ segir Birkir. Þótt Birkir sé laus við krabbameinið á hann samt stórt verkefni fyrir höndum „Hann þarf að fara í mjaðmaskipti í október,“ segir Bergsveinn, bróðir Birkis, og segir bæði þurfa að skipta um hægri og vinstri mjöðm. „Þannig að hann er svona á meðan á hækjum og í hjólastól þess á milli. Það er bara næsta verkefni, stóra verkefnið er búið og litla verkefnið eftir.“ „Það er ekkert miðað við þetta krabbamein sko,“ segir Birkir. En hvað ætlar sautján ára piltur sem á lífið fyrir sér að gera á næstunni? „Allavega fara til Boston á morgun. Skemmta sér þar, kaupa föt og liggja í sólinni,“ segir Birkir. „Annars bara að fara í golf, vera með vinunum og fjölskyldunni og bara njóta lífsins. Það er ekkert annað. Þetta verður bara gaman og ég hlakka til.“ Lífið er stutt og vilja þeir bræður koma þeim skilaboðum áleiðis til áhorfenda að hindranir eru til þess að sigrast þær. „Ef það kemur veggur, ekki hætta og snúa við, heldur bara finna þér leið í gegnum hann. Yfir hann, undir hann, bara halda áfram,“ segir Bergsveinn.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira