Frosti vill fresta byggingu nýs fangelsis Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2013 12:36 Teikning að nýju fangelsi á Hólmsheiði en þar hefur verið gert ráð fyrir eldhúsum í öllum göngum fangelsisins og í miðjunni verða aðskildir garðar.mynd/alex poulsen arkitekter Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur skynsamlegt og líklega óhjákvæmilegt að fresta byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Búið er að taka fyrstu skóflustunguna og innanríkisráðherra hefur samið við fjármálaráðherra um að farið verði í verkið. Frosti segist reyndar ekki vita hvort það sé rétt, vissulega varðandi grunn byggingarinnar en ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um að ráðist verði í að reisa bygginguna sjálfa. Það stangast á við yfirlýsingar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem segir að fangelsið muni rísa þó hægja verði á framkvæmdum. Samkvæmt áætlun fjárlaga ætti heildarkostnaður við bygginguna að verða um 2 milljarðar króna; 36 milljónir á klefa. Er gert ráð fyrir að sá kostnaður skiptist á tvö ár. Frosti telur forgangsröðina út í hött, arfleifð frá fráfarandi ríkisstjórn sem núverandi yfirvöld eigi ekki og séu ekki bundin af. "Mín skoðun sem þingmanns, almennt, er sú að við verðum að gæta okkar gríðarlega vel við forgangsröðun núna, akkúrat núna, þegar svona lítið er til, eða ekkert, í ríkissjóði. Það eru svo brýn mikilvæg verkefni í heilbrigðiskerfinu, og það sem við þurfum að gera í velferðarkerfinu gagnvart öryrkjum og gamla fólkinu, að þá skuli sett í forgang að byggja nýtt fangelsi meðan standa tómar byggingar, til dæmis á Miðnesheiði, sem hægt er að breyta með litlum tilkostnaði þannig að þar gæti fólk afplánað. Þetta er nú ekki allt hættulegir fangar. Þetta er bara fólk sem þarf að klára sína afplánun og er búið að bíða lengi eftir því," segir Frosti.Frosti Sigurjónsson telur það einkennilega forgangsröðun að reisa nýtt fangelsi nú.Frosti segir að eflaust verði Íslendingar einhvern tíma að eignast slíkt fangelsi sem að er stefnt. En þetta er ekki rétti tíminn; að ráðast í fjárfestingu sem ekki sparar gjaldeyri, ekki skapar gjaldeyri, né lækkar skuldir ríkissjóðs né auki þjónustu við almenna borgara. Lengi hafa heyrst neyðarköll úr fangelsisgeiranum, á 4. hundrað fangar eru á biðlista, gæsluvarðhaldsfangelsi skortir og þannig má lengi telja. "Það er erfitt að bíða með þetta en það er ennþá erfiðara að bíða með aðra hluti sem kosta líka mikla peninga. Þetta er alltaf val. Við eigum að forgangsraða í þessum málum í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda, við erum að missa úr landi lækna, getum ekki borgað þeim samkeppnishæf laun, við erum ekki með nógu góð tæki, spítalinn liggur undir skemmdum og á slíkum tímum getum við ekki sett tvo milljarða í svona fínerí." Frosti segir þessa ákvörðun tekna af fyrri ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn verður að leggja mat á þetta uppá nýtt. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur skynsamlegt og líklega óhjákvæmilegt að fresta byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Búið er að taka fyrstu skóflustunguna og innanríkisráðherra hefur samið við fjármálaráðherra um að farið verði í verkið. Frosti segist reyndar ekki vita hvort það sé rétt, vissulega varðandi grunn byggingarinnar en ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um að ráðist verði í að reisa bygginguna sjálfa. Það stangast á við yfirlýsingar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem segir að fangelsið muni rísa þó hægja verði á framkvæmdum. Samkvæmt áætlun fjárlaga ætti heildarkostnaður við bygginguna að verða um 2 milljarðar króna; 36 milljónir á klefa. Er gert ráð fyrir að sá kostnaður skiptist á tvö ár. Frosti telur forgangsröðina út í hött, arfleifð frá fráfarandi ríkisstjórn sem núverandi yfirvöld eigi ekki og séu ekki bundin af. "Mín skoðun sem þingmanns, almennt, er sú að við verðum að gæta okkar gríðarlega vel við forgangsröðun núna, akkúrat núna, þegar svona lítið er til, eða ekkert, í ríkissjóði. Það eru svo brýn mikilvæg verkefni í heilbrigðiskerfinu, og það sem við þurfum að gera í velferðarkerfinu gagnvart öryrkjum og gamla fólkinu, að þá skuli sett í forgang að byggja nýtt fangelsi meðan standa tómar byggingar, til dæmis á Miðnesheiði, sem hægt er að breyta með litlum tilkostnaði þannig að þar gæti fólk afplánað. Þetta er nú ekki allt hættulegir fangar. Þetta er bara fólk sem þarf að klára sína afplánun og er búið að bíða lengi eftir því," segir Frosti.Frosti Sigurjónsson telur það einkennilega forgangsröðun að reisa nýtt fangelsi nú.Frosti segir að eflaust verði Íslendingar einhvern tíma að eignast slíkt fangelsi sem að er stefnt. En þetta er ekki rétti tíminn; að ráðast í fjárfestingu sem ekki sparar gjaldeyri, ekki skapar gjaldeyri, né lækkar skuldir ríkissjóðs né auki þjónustu við almenna borgara. Lengi hafa heyrst neyðarköll úr fangelsisgeiranum, á 4. hundrað fangar eru á biðlista, gæsluvarðhaldsfangelsi skortir og þannig má lengi telja. "Það er erfitt að bíða með þetta en það er ennþá erfiðara að bíða með aðra hluti sem kosta líka mikla peninga. Þetta er alltaf val. Við eigum að forgangsraða í þessum málum í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda, við erum að missa úr landi lækna, getum ekki borgað þeim samkeppnishæf laun, við erum ekki með nógu góð tæki, spítalinn liggur undir skemmdum og á slíkum tímum getum við ekki sett tvo milljarða í svona fínerí." Frosti segir þessa ákvörðun tekna af fyrri ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn verður að leggja mat á þetta uppá nýtt.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira