Innlent

Pylsustríð á Þjóðhátíð?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bæjarins bestu opnuðu pylsuvagn í Vestmannaeyjum fyrir þjóðhátíð.
Bæjarins bestu opnuðu pylsuvagn í Vestmannaeyjum fyrir þjóðhátíð. samsett mynd
Bæjarins bestu opnuðu pylsuvagn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn. Hólmgeir Austfjörð, veitingamaður á 900 Grill sendi Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, spurningar varðandi söluvagna bæjarins sem bæjarstjórinn svaraði á bloggsíðu sinni.

Meðal þess sem Hólmgeir spurði um var hvort ekki þyrfti leyfi til þess að stunda sölu líkt og Bæjarins bestu ætluðu að gera yfir Þjóðhátíð, og hvort leyfisgjafar teldu að ekki væru nógu margir staðir í matarsölu yfir hátíðina.

„Mér er til efs að leyfisgjafar geti tekið sér geðþóttarvald til að meta hvað sé rétt magn af matsölustöðum,“ svarar Elliði og bætir því við að á sama hátt séu engar hömlur á fjölda bílaverkstæða, þvottarhúsa, fataverslanna eða annars.

Einnig spurði Hólmgeir hvort best væri að atvinnurekendur í Vestmannaeyjum lokuðu sínum fyrirtækjum yfir Þjóðhátíð og létu „aðkomufólk sjá alfarið um þetta“.

„Það verða atvinnurekendur sjálfir að vega og meta. Flestir sem reka þjónustufyriræki sjá sér hag í því að hafa opið yfir Þjóðhátíð,“ svarar Elliði, en orðaskiptin má lesa í heild sinni á vef Eyjafrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×