Innlent

Erilsöm nótt á höfuðborgarsvæðinu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Töluverður erill var í miðborginni í nótt.
Töluverður erill var í miðborginni í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Ellefu manns gistu fangaklefa, tveir að eigin ósk.

Klukkan 02:25 var tilkynnt um líkamsárás í Austurstræti.  Árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Ekki er vitað um meiðsl einstaklingsins sem fyrir árásinni varð.

Skömmu síðar var annar maður var handtekinn vegna gruns um fjársvik. Var sá erlendur ferðamaður í annarlegu ástandi en hann hafði verið í leigubifreið og gat ekki greitt fyrir farið.

Klukkan 02:45 var aðili handtekinn í Kópavogi. Hann var ölvaður, hafði verið með ónæði og farið inn í bifreið sem hann átti ekki. Þá fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu á vettvangi. 

Um fjögurleytið hafði lögregla svo afskipti af tveimur ölvuðum einstaklingum sem höfðu veist að dyravörðum. Annar aðilinn var með fíkniefni í fórum sínum og hinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Báðir aðilarnir voru vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×