Innlent

Fjórir gistu fangageymslur á Ísafirði

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Íbúafjöldinn á Ísafirði hefur tvöfaldast þessa helgina. Mynd/Pjetur
Íbúafjöldinn á Ísafirði hefur tvöfaldast þessa helgina. Mynd/Pjetur
Fjórir gistu fangageymslu lögreglu á Ísafirði í nótt en þar fer Mýrarboltinn fram. Var það ýmist vegna ölvunar eða minniháttar pústra. Þá var einn handtekinn eftir að hann reyndi að hindra störf lögreglu við handtöku. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir, grunaðir um ölvunar- eða fíkniefnaakstur, og reyndist sá grunur á rökum reistur.

Að sögn lögreglunnar á Ísafirði gekk nóttin engu að síður nokkuð vel. Gríðarlegur fjöldi fólks sækir fjörðinn heim þetta árið. Lögreglan þar á bæ hefur fengið auka mannskap og fíkniefnahund. Hátt í 1.700 manns eru skráðir til leiks í Mýrarboltanum en í heildina eru um fimm þúsund manns í bænum. Íbúafjöldinn tvöfaldast þannig á Ísafirðir þessa verslunarmannahelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×