Innlent

Fimm fíkniefnamál komu upp í Eyjum í nótt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Stemning var í Eyjum í nótt þar sem fjöldi fólks hefur safnast saman í tilefni af Þjóðhátíð. Mynd/Óskar Pétur
Stemning var í Eyjum í nótt þar sem fjöldi fólks hefur safnast saman í tilefni af Þjóðhátíð. Mynd/Óskar Pétur
Þjóðhátíð fór nokkuð vel af stað að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Sem fyrr er hátíðin sú fjölmennasta yfir Verslunarmannahelgina og gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sín út í Eyjar.

Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt vegna óláta og ölvunar. Þá var ein minniháttar líkamsárás kærð. Fimm fíkniefnamál komu á borð lögreglu en að sögn fulltrúa varðstjóra voru fjögur þeirra minniháttar. Það fimmta tók til 40 neysluskammta af hvítu efni.

Farið verður yfir atburði liðinnar nætur á samráðsfundi lögreglu, sjúkrahúss Vestmannaeyja, bæjaryfirvalda og Þjóðhátíðarnefndar nú fyrir hádegi en slíkir fundir verða haldnir daglega yfir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×