Innlent

Tveir stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum

Mynd úr safni
Nú í morgun voru tveir aðilar stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í öðru tilfellinu var ökumaður sem ók bifreið eftir Álfabakka stöðvaður.  Í ljós kom að ökumaðurinn, kona á fertugsaldri,  var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafði ekki ökuréttindi.

Um hálf ellefu var akstur bifreiðar stöðvaður á Sæbraut við Skúlagötu og fundust fíkniefni í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×