Innlent

Kynslóðirnar saman á Þjóðhátíð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ragnheiður, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, skemmtir sér í Eyjum með allri fjölskyldunni.
Ragnheiður, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, skemmtir sér í Eyjum með allri fjölskyldunni. Samsett mynd
„Gærkvöldið var hrein dásemd. Veðrið náttúrulega stórkostlegt og stemningin með þeim betri sem ég hef upplifað á Þjóðhátíð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem segist hafa verið fastagestur á Þjóðhátíð undanfarin ár.  „Við fjölskyldan tökum þetta alla leið, mætum fyrst og förum síðust. Erum með tvo litla gaura sem eru orðnir eins og innfæddir.“  

Hún var ánægð með dagskrá kvöldvökunnar. „Björn Jörundur var með Þjóðhátíðarlagið og fleiri góð Nýdönsklög. Stuðmenn voru frábærir. Tóku Með allt á hreinu prógrammið eins og það lagði sig í sömu búningum og um árið,“ útskýrir hún. „Það sem er svo einstakt við Þjóðhátíð að þarna eru kynslóðirnar saman. Sérð nánast allt frá ungabörnum upp í gamalmenni og allir kátir og glaðir.“

Gestir Þjóðhátíðar eru nú komnir yfir 10 þúsund samkvæmt lögreglu en hátíðin var formlega sett í gær. Eftir kvöldvökuna hélt dagskráin áfram. Á miðnætti var brenna á Fjósakletti og í kjölfarið stigu á stokk Jónas og Ritvélarnar. Gestir Þjóðhátíðar höfðu eftir það val um að sækja dansleik annaðhvort með Rottweiler-hundum og Á móti sól eða Brimnes og Dans á rósum.

Ljósmyndari 365 var á staðnum og náði stemningsmyndum af gestum hátíðarinnar og listamönnum sem að skemmtu þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×