Innlent

Níu af þrettán starfsmönnum Brimborgar sagt upp

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Árið 1988 keypti Brimborg Volvo umboðið á Íslandi og gerðir voru samningar um einkaumboð Brimborgar fyrir Volvo á Íslandi. Við það stórjukust umsvif fyrirtækisins.
Árið 1988 keypti Brimborg Volvo umboðið á Íslandi og gerðir voru samningar um einkaumboð Brimborgar fyrir Volvo á Íslandi. Við það stórjukust umsvif fyrirtækisins.
Níu af þeim þrettán starfsmönnum sem starfa hjá Brimborg Akureyri var sagt upp um mánaðarmótin. Frá þessu greinir Vikudagur.

Ástæðu þessa segir Egill Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins, vera að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta rekstri tveggja verkstæða fyrirtækisins.

„Annað verkstæðið sérhæfir sig í þjónustu við atvinnutæki og hitt verkstæðið sinnir fólksbílum. Við höfum samið við fyrirtækið Kraftbíla um að sjá um þjónustu við atvinnutækin og  síðan höfum við samið við Höld um að sjá um fólksbílana. Starfsmönnum okkar býðst að flytja sig yfir á þessi verkstæði,“ sagði hann í samtali við Vikudag.

Grunnurinn að starfsemi Brimborgar var lagður fyrir 49 árum síðar þegar Bílaverkstæðið Ventill var stofnað. Brimborg, sem rekur í dag bílaumboð, bílasölu, bílaleigu og allsherjar viðhalds- og viðgerðarþjónustu, var stofnað árið 1977.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×