Íslenski boltinn

Reyndu að fá Þjóðhátíðarleiknum frestað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. Mynd/Stefán
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur sinna manna gegn ÍBV í Pepsi-deild að íslensku liðunum í Evrópukeppnum þyrfti að sýna meiri skilning.

FH mætir Austria Vín í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag. Fyrri leikurinn fór fram síðastliðinn miðvikudag og mikið álag á Hafnfirðingum enda taka ferðalögin til Evrópu sinn toll.

„Ef þú tekur lið eins og FH og Breiðablik þar sem er mikið álag í Evrópukeppnum hefði verið gott að fá hlé yfir helgina," sagði Heimir í viðtalinu. Blikar eru í svipaðri stöðu og FH-ingar. Þeir léku í Kasakstan á fimmtudag, mæta Fram í undanúrslitum bikarsins á morgun og svo Aktobe í síðari leiknum á Laugardalsvelli á fimmtudag.

„Austria Vín er töluvert sterkari andstæðingur en liðin sem við mætum í deildinni hér heima með fullri virðingu fyrir þeim," sagði Heimir. FH-ingar óskuðu eftir því við KSÍ að leiknum gegn ÍBV í dag yrði frestað en ekki varð orðið við beiðninni.

„Það hjálpar ekki til að frestuninni hafi verið neitað. Ég verð samt að viðurkenna að það var frábær stemmning hér í dag og gaman að spila," sagði Heimir.

Nánari umfjöllun og frekari viðtöl úr Eyjum í dag má sjá hér.


Tengdar fréttir

Á fjórða þúsund manns á Hásteinsvelli

3.024 áhorfendur fylgjast með viðureign ÍBV og FH í 14. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Eyjum. Um áhorfendamet er að ræða í Eyjum.

Finna þá nísku á sjónvarpsupptöku

"Það eru allir í stuði og ekkert vesen komið upp ennþá," segir Örn Hilmisson yfirmaður öryggisgæslu á viðureign ÍBV og FH á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

„Þetta er óþolandi“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var hundfúll í viðtali við Stöð 2 Sport að loknu 2-1 tapi síns liðs gegn FH í Pepsi-deild karla í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×