Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-2 | FH tók þrjú stig í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 3. ágúst 2013 12:33 FH vann 2-1 sigur á ÍBV í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Hásteinsvelli í dag. 3.024 áhorfendur fylgdust með gangi mála í Eyjum. Davíð Þór Viðarsson spilaði sinn fyrsta leik með FH í sumar eftir heimkomuna frá Danmörku og gestirnir fengu óskabyrjun. Strax á tíundu mínútu skoraði hinn fjölhæfi Brynjar Ásgeir með skalla eftir fyrirgjöf frá Sam Tillen. Hart var barist í fyrri hálfleik og virtist Tillen nokkuð pirraður. Uppskar hann gult spjald fyrir pirring og verður af þeim sökum í leikbanni í næsta leik FH í deildinni gegn Breiðabliki vegna uppsafnaðra spjalda. Eyjamönnum gekk illa að skapa sér færi í vindinum í Eyjum í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir með einu marki þegar gengið var til búningsherbergja. Áhorfendamet var sett á Hásteinsvelli í dag því 3.024 mættu á leikinn. Einhverjir þeirra fögnuðu á 70. mínútu þegar Ingimundur Níels Óskarsson slapp einn inn fyrir vörn ÍBV og kláraði færið vel. Ingimundur hafði fengið svipað færi skömmu áður en þá sá Guðjón Orri Sigurjónsson í marki Eyjamanna við honum. Guðjón Orri stóð vaktina í fjarveru David James sem var vant við látinn á Englandi. Allt stefndi í tveggja marka sigur FH-inga þegar Eyjamenn uppskáru vítaspyrnu á 87. mínútu. Róbert Örn Óskarsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði spyrnu varamannsins Aaron Spear. FH-ingar fögnuðu en gleymdu sér því Brynjar Gauti Guðjónsson minnkaði muninn eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið. Nær komust heimamenn ekki og FH-ingar nældu í þrjú dýrmæt stig. FH hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á KR-inga. Vesturbæingar eiga þó tvo leiki til góða líkt og Stjarnan sem er fimm stigum á eftir FH. ÍBV er í sjötta sæti með 18 stig. Svipmyndir úr leiknum má sjá í upphafi íþróttafréttapakkans í spilaranum að ofan. Eiður Aron: "Getum ekki skorað fleiri en eitt mark“Eiður Aron var ósáttur í leikslok.Mynd/Daníel„Þetta er bara hundfúlt, mér fannst við mikið betri og við vorum miklu meira með boltann en við bara getum ekki skorað meira en eitt,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV eftir tap sinna manna gegn FH á leik þar sem áhorfendamet var sett en það voru 3024 manns á leiknum. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, það er ekkert flóknara. Ef að við ætlum ekki að dragast svona mikið aftur úr þá verðum við að fara að hirða einhver stig en það er ekki að gerast,“ hélt Eiður áfram. Hann var hundfúll með úrslitin í leiknum en gríðarleg stemmning var á vellinum og mátti sjá stuðningsmannahópa frá Fjölni, Stjörnunni, FH og loks ÍBV. Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fólksfjölda á leiknum er líklega Þjóðhátíðin sem er í gangi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. „Ég hefði verið hundfúll ef við hefðum átt að fara upp á land um Verslunarmannahelgina þannig að þetta var bara flott fyrir alla sem komu að hátíðinni og Eyjamenn sérstaklega,“ sagði Eiður sem að átti fínan leik í vörn Eyjamanna. Davíð Þór: "Lofa að spila í Adidas næst“Davíð Þór Viðarsson fagnar með FH-ingum.„Þetta var virkilega gaman, mjög góð stemmning á vellinum og það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson leikmaður FH sem spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á þessu tímabili en hann kom frá danska liðinu Vejle undir lok félagaskiptagluggans. „Mér fannst leikurinn mjög jafn, Eyjamennirnir spiluðu vel. Við vorum sérstaklega í vandræðum fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik þegar þeir pressuðu mjög mikið á okkur en svo náðum við að róa okkur niður sem skilaði sér með marki frá Ingimundi,“ sagði Davíð Hann var mjög ánægður með að vera kominn heim og segir hópinn vera svipaðan þeim hóp sem að hann yfirgaf á sínum tíma. Davíð Þór var eini leikmaður FH sem að spilar í Nike skóm en FH er með risastóran samning við Adidas sem er einn helsti keppnisaðili Nike. „Ég kom bara heim á fimmtudaginn og hafði bara ekki fengið nýja skó, ég hafði spilað í þessum og ákvað því að spila í þeim í dag,“ sagði Davíð léttur í lokin en hann lofar að vera kominn í Adidas í næsta leik. Hemmi Hreiðars: "Þetta er óþolandi"Mynd/DaníelHermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var hundfúll í viðtali við Stöð 2 Sport að loknu 2-1 tapi síns liðs gegn FH í Pepsi-deild karla í dag. „Þeir skora skítamark úr horni, algjört drullumark og svo kemur seinna markið úr skyndisókn," sagði Hermann sem hafði lítinn áhuga á að fara í viðtal í leikslok, svo fúll var hann. „Þeir eru ekki einu sinni að reyna að spila. Þeir negla boltanum fram og reyna svo að ná boltanum af okkur. Þetta er ógeðlega fúlt. Þetta er óþolandi," sagði Hermann og hvarf á braut. Heimir: "Fengum leiknum ekki frestað“Mynd/StefánHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur sinna manna gegn ÍBV í Pepsi-deild að íslensku liðunum í Evrópukeppnum þyrfti að sýna meiri skilning. FH mætir Austria Vín í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag. Fyrri leikurinn fór fram síðastliðinn miðvikudag og mikið álag á Hafnfirðingum enda taka ferðalögin til Evrópu sinn toll. „Ef þú tekur lið eins og FH og Breiðablik þar sem er mikið álag í Evrópukeppnum hefði verið gott að fá hlé yfir helgina," sagði Heimir í viðtalinu. Blikar eru í svipaðri stöðu og FH-ingar. Þeir léku í Kasakstan á fimmtudag, mæta Fram í undanúrslitum bikarsins á morgun og svo Aktobe í síðari leiknum á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Austria Vín er töluvert sterkari andstæðingur en liðin sem við mætum í deildinni hér heima með fullri virðingu fyrir þeim," sagði Heimir. FH-ingar óskuðu eftir því við KSÍ að leiknum gegn ÍBV í dag yrði frestað en ekki varð orðið við beiðninni. „Það hjálpar ekki til að frestuninni hafi verið neitað. Ég verð samt að viðurkenna að það var frábær stemmning hér í dag og gaman að spila," sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
FH vann 2-1 sigur á ÍBV í 14. umferð Pepsi-deildar karla á Hásteinsvelli í dag. 3.024 áhorfendur fylgdust með gangi mála í Eyjum. Davíð Þór Viðarsson spilaði sinn fyrsta leik með FH í sumar eftir heimkomuna frá Danmörku og gestirnir fengu óskabyrjun. Strax á tíundu mínútu skoraði hinn fjölhæfi Brynjar Ásgeir með skalla eftir fyrirgjöf frá Sam Tillen. Hart var barist í fyrri hálfleik og virtist Tillen nokkuð pirraður. Uppskar hann gult spjald fyrir pirring og verður af þeim sökum í leikbanni í næsta leik FH í deildinni gegn Breiðabliki vegna uppsafnaðra spjalda. Eyjamönnum gekk illa að skapa sér færi í vindinum í Eyjum í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir með einu marki þegar gengið var til búningsherbergja. Áhorfendamet var sett á Hásteinsvelli í dag því 3.024 mættu á leikinn. Einhverjir þeirra fögnuðu á 70. mínútu þegar Ingimundur Níels Óskarsson slapp einn inn fyrir vörn ÍBV og kláraði færið vel. Ingimundur hafði fengið svipað færi skömmu áður en þá sá Guðjón Orri Sigurjónsson í marki Eyjamanna við honum. Guðjón Orri stóð vaktina í fjarveru David James sem var vant við látinn á Englandi. Allt stefndi í tveggja marka sigur FH-inga þegar Eyjamenn uppskáru vítaspyrnu á 87. mínútu. Róbert Örn Óskarsson gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði spyrnu varamannsins Aaron Spear. FH-ingar fögnuðu en gleymdu sér því Brynjar Gauti Guðjónsson minnkaði muninn eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið. Nær komust heimamenn ekki og FH-ingar nældu í þrjú dýrmæt stig. FH hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á KR-inga. Vesturbæingar eiga þó tvo leiki til góða líkt og Stjarnan sem er fimm stigum á eftir FH. ÍBV er í sjötta sæti með 18 stig. Svipmyndir úr leiknum má sjá í upphafi íþróttafréttapakkans í spilaranum að ofan. Eiður Aron: "Getum ekki skorað fleiri en eitt mark“Eiður Aron var ósáttur í leikslok.Mynd/Daníel„Þetta er bara hundfúlt, mér fannst við mikið betri og við vorum miklu meira með boltann en við bara getum ekki skorað meira en eitt,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV eftir tap sinna manna gegn FH á leik þar sem áhorfendamet var sett en það voru 3024 manns á leiknum. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, það er ekkert flóknara. Ef að við ætlum ekki að dragast svona mikið aftur úr þá verðum við að fara að hirða einhver stig en það er ekki að gerast,“ hélt Eiður áfram. Hann var hundfúll með úrslitin í leiknum en gríðarleg stemmning var á vellinum og mátti sjá stuðningsmannahópa frá Fjölni, Stjörnunni, FH og loks ÍBV. Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fólksfjölda á leiknum er líklega Þjóðhátíðin sem er í gangi í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. „Ég hefði verið hundfúll ef við hefðum átt að fara upp á land um Verslunarmannahelgina þannig að þetta var bara flott fyrir alla sem komu að hátíðinni og Eyjamenn sérstaklega,“ sagði Eiður sem að átti fínan leik í vörn Eyjamanna. Davíð Þór: "Lofa að spila í Adidas næst“Davíð Þór Viðarsson fagnar með FH-ingum.„Þetta var virkilega gaman, mjög góð stemmning á vellinum og það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Davíð Þór Viðarsson leikmaður FH sem spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á þessu tímabili en hann kom frá danska liðinu Vejle undir lok félagaskiptagluggans. „Mér fannst leikurinn mjög jafn, Eyjamennirnir spiluðu vel. Við vorum sérstaklega í vandræðum fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik þegar þeir pressuðu mjög mikið á okkur en svo náðum við að róa okkur niður sem skilaði sér með marki frá Ingimundi,“ sagði Davíð Hann var mjög ánægður með að vera kominn heim og segir hópinn vera svipaðan þeim hóp sem að hann yfirgaf á sínum tíma. Davíð Þór var eini leikmaður FH sem að spilar í Nike skóm en FH er með risastóran samning við Adidas sem er einn helsti keppnisaðili Nike. „Ég kom bara heim á fimmtudaginn og hafði bara ekki fengið nýja skó, ég hafði spilað í þessum og ákvað því að spila í þeim í dag,“ sagði Davíð léttur í lokin en hann lofar að vera kominn í Adidas í næsta leik. Hemmi Hreiðars: "Þetta er óþolandi"Mynd/DaníelHermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var hundfúll í viðtali við Stöð 2 Sport að loknu 2-1 tapi síns liðs gegn FH í Pepsi-deild karla í dag. „Þeir skora skítamark úr horni, algjört drullumark og svo kemur seinna markið úr skyndisókn," sagði Hermann sem hafði lítinn áhuga á að fara í viðtal í leikslok, svo fúll var hann. „Þeir eru ekki einu sinni að reyna að spila. Þeir negla boltanum fram og reyna svo að ná boltanum af okkur. Þetta er ógeðlega fúlt. Þetta er óþolandi," sagði Hermann og hvarf á braut. Heimir: "Fengum leiknum ekki frestað“Mynd/StefánHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 2-1 sigur sinna manna gegn ÍBV í Pepsi-deild að íslensku liðunum í Evrópukeppnum þyrfti að sýna meiri skilning. FH mætir Austria Vín í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag. Fyrri leikurinn fór fram síðastliðinn miðvikudag og mikið álag á Hafnfirðingum enda taka ferðalögin til Evrópu sinn toll. „Ef þú tekur lið eins og FH og Breiðablik þar sem er mikið álag í Evrópukeppnum hefði verið gott að fá hlé yfir helgina," sagði Heimir í viðtalinu. Blikar eru í svipaðri stöðu og FH-ingar. Þeir léku í Kasakstan á fimmtudag, mæta Fram í undanúrslitum bikarsins á morgun og svo Aktobe í síðari leiknum á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Austria Vín er töluvert sterkari andstæðingur en liðin sem við mætum í deildinni hér heima með fullri virðingu fyrir þeim," sagði Heimir. FH-ingar óskuðu eftir því við KSÍ að leiknum gegn ÍBV í dag yrði frestað en ekki varð orðið við beiðninni. „Það hjálpar ekki til að frestuninni hafi verið neitað. Ég verð samt að viðurkenna að það var frábær stemmning hér í dag og gaman að spila," sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira