Innlent

Tilkynning um kynferðisbrot átti ekki við rök að styðjast

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum.
Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum. Samsett mynd
Ung stúlka leitaði til gæslumanna í Herjólfsdal í nótt vegna meints kynferðisbrots. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að við nánari rannsókn í dag hafi komið í ljós að tilkynningin átti ekki við rök að styðjast.

„Þannig að stúlkan hefur ekki lagt fram neina kæru og aðilinn er laus úr haldi eftir skýrslutöku,“ sagði hann í samtali við 365 í dag.

Samkvæmt heimildum Vísis var manninum sleppt úr haldi laust eftir klukkan 4 í dag. Var honum haldið þangað til að skýrsla hafði verið tekin af bæði meintum geranda og fórnarlambi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×