Innlent

Hópárás á Túngötu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ráðist var á mann á Túngötu í morgun.
Ráðist var á mann á Túngötu í morgun. Mynd úr safni
Klukkan sex í morgun átti sér stað hópárás á Túngötu í Reykjavík. Frá þessu greinir á vef RÚV.

Tilkynnt var um árásina og hafði manneskjan lýst því þegar hópur manna réðist á annan. Þegar lögregla kom á staðinn var fórnarlambið þar, 25 ára maður, alblóðugur. Sagðist hann þekkja árásarmennina en vildi ekki gefa upplýsingar um það sem gerst hafði. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×