Innlent

Balti fær yfir 60 milljónir fyrir leikstjórn á 2 Guns

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur, leikstjóri, getur sér gott orð í Hollywood og fær borgað í samræmi við það.
Baltasar Kormákur, leikstjóri, getur sér gott orð í Hollywood og fær borgað í samræmi við það. Samsett mynd
Baltasar Kormákur fékk 500 þúsund dollara, sem eru rétt rúmar 59 milljónir íslenskra króna, fyrir leikstjórn á Contraband. Fékk leikstjórinn enn hærri laun fyrir nýjustu mynd sína 2 Guns. Þetta kemur fram á vefsíðunni Hollywood Reporter.

Jafnframt kemur fram í viðtalinu að Baltasar hafi tekið við leikstjórnartaumum 2 Guns eftir að David O. Russell, sem var að þróa hugmyndina að 2 Guns ásamt Mark Wahlberg, lenti saman við aðalleikarann og hætti störfum við myndina. Baltasar breytti aðeins um stefnu þegar hann tók við. Vildi hann, í staðinn fyrir að fá leikara eins og Vince Vaughn eða Owen Wilson, til að leika á móti Wahlberg fá Denzel Washington, alvarlegan leikara og gera hann léttari.

Næsta verkefni Baltasars verður kvikmyndin Everest með þeim Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, Jason Clarke og John Hawkes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×