Innlent

Bein útsending frá Brekkusöngnum á Vísi!

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vísir og Bylgjan verða með beina útsendingu í kvöld frá Brekkusöngnum. Að auki mun Vísir síðar birta myndband af Brekkusöngnum og því geta lesendur fengið stemninguna í Eyjum beint í æð. Brekkusöngurinn hefst rúmlega ellefu og má nálgast tengil á hann efst á forsíðu Vísis sem birtist þegar söngurinn hefst.

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun galvaskur stýra Brekkusöngnum í ár. Það var gerð breyting á Brekkusöngsstjórn í ár þar sem að Árni Johnsen hefur stýrt söngnum nánast sleitulaust frá árinu 1977. Ingó hlakkar mikið til og segist ekki stressaður í viðtali við Fréttastofu hér að ofan.

Búist er við að 15 þúsund manns taki þátt í söngnum í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×