Innlent

Tveir létust í umferðarslysi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Banaslys varð í dag.
Banaslys varð í dag.
Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð í dag á Suðurlandsvegi skammt frá Hrífunesi í Vestur-Skaftafellsýslu. Orsakir slyssins má rekja til þess að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að tveir köstuðust úr henni.

Farþegar í bílnum voru fjórir. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru að flytja hina tvo á sjúkrahús í Reykjavík. Annar þeirra er alvarlega slasaður.

Suðurlandsvegur er lokaður. Umferð er beint um Meðalland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×