Innlent

Tíu gistu fangageymslur

Kristján Hjálmarsson skrifar
Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í nótt.
Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni í nótt. mynd úr safni
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt og þurftu tíu að gista fangageymslur þar af fjórir að eigin ósk.

Seinni partinn í gær var tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í austurborginni. Þjófurinn spennti upp glugga til að komast inn og stal verðmætum. Þá var maður handtekinn í miðborginni grunaður um hnupl. Ekki var hægt að ræða við hann vegna ölvunar.

Um hálf níu leytið var maður handtekinn í annarlegu ástandi þar sem hann var að handleika hníf.

Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir ýmist grunaðir um ölvun við akstur eða að aka undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að hlaupa af vettvangi. Hann var sviptur ökuréttindum fyrir of hraðan akstur og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×