"Merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög" Kristján Hjálmarsson skrifar 5. ágúst 2013 12:15 Árni Johnsen steig óvænt á svið á Þjóðhátíð í gær. Mynd/Óskar P. Friðriksson Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira