Mun færri kynferðisbrot en síðustu ár Hjörtur Hjartarson skrifar 5. ágúst 2013 20:19 Fertugur maður var í nótt handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn tvítugri stúlku á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stúlkan hefur þegar kært manninn vegna brotsins. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir miðnætti og færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum. Hann var fluttur á Selfoss síðdegis þar sem hann var yfirheyrður. Hann er sakaður um að hafa neytt stúlkuna til munnmaka. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, í Vestmannaeyjum þakkar auknum forvörnum að kærur fyrir kynferðisbrot hafi ekki verið fleiri. „Hátíðarhaldarar hafa undanfarin ár gefið út sterkar yfirlýsingar um að þeir séu andvígir þessum skoðunum og þessum mönnum. Svona menn eru óvelkomnir til Vestmannaeyja og hér er enginn griðastaður fyrir þá. Ég veit ekki hvort þetta spilar inn í en það eru mun færri kynferðisbrot núna en síðustu ár. Það er ein kæra fyrir kynferðisbrot sem liggur fyrir eftir helgina. Ég er ánægður með þessa þróun og vona að það verði framhald á henni,“ segir Karl Gauti. Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Allar fangageymslur voru fullar og rúmlega það því á tímabili þurfti að hleypa mönnum út fyrir aðra sem voru á leið inn. 14 minniháttar fíkniefnamál komu upp í nótt og í heildina um 50 yfir helgina. „Þetta hefur verið með rólegri hátíðum sem ég man eftir. Vissulega hefur verið erill, sérstaklega á nóttunni, en þetta hefur bara tekist ágætlega.“ Tvær kærur vegna líkamsárása liggja fyrir hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru þær báðar minniháttar. Á Mýrarboltanum á Ísafirði voru tvær minniháttar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Töluverð ölvun var í bænum og eitthvað um pústra. Enginn fíkniefnamál né ölvunarakstur komu inn á borð lögreglunnar í bænum. Á Akureyri fór fram fjölskylduhátíðin, Ein með öllu. Að sögn lögreglu gekk allt með besta móti en talið er að um fimm þúsund manns hafi heimsótt Akureyri um helgina. Nokkuð kalt var í veðri alla hátíðina sem mun þó ekki hafa haft áhrif á stemninguna. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fertugur maður var í nótt handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn tvítugri stúlku á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stúlkan hefur þegar kært manninn vegna brotsins. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir miðnætti og færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum. Hann var fluttur á Selfoss síðdegis þar sem hann var yfirheyrður. Hann er sakaður um að hafa neytt stúlkuna til munnmaka. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, í Vestmannaeyjum þakkar auknum forvörnum að kærur fyrir kynferðisbrot hafi ekki verið fleiri. „Hátíðarhaldarar hafa undanfarin ár gefið út sterkar yfirlýsingar um að þeir séu andvígir þessum skoðunum og þessum mönnum. Svona menn eru óvelkomnir til Vestmannaeyja og hér er enginn griðastaður fyrir þá. Ég veit ekki hvort þetta spilar inn í en það eru mun færri kynferðisbrot núna en síðustu ár. Það er ein kæra fyrir kynferðisbrot sem liggur fyrir eftir helgina. Ég er ánægður með þessa þróun og vona að það verði framhald á henni,“ segir Karl Gauti. Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Allar fangageymslur voru fullar og rúmlega það því á tímabili þurfti að hleypa mönnum út fyrir aðra sem voru á leið inn. 14 minniháttar fíkniefnamál komu upp í nótt og í heildina um 50 yfir helgina. „Þetta hefur verið með rólegri hátíðum sem ég man eftir. Vissulega hefur verið erill, sérstaklega á nóttunni, en þetta hefur bara tekist ágætlega.“ Tvær kærur vegna líkamsárása liggja fyrir hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru þær báðar minniháttar. Á Mýrarboltanum á Ísafirði voru tvær minniháttar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Töluverð ölvun var í bænum og eitthvað um pústra. Enginn fíkniefnamál né ölvunarakstur komu inn á borð lögreglunnar í bænum. Á Akureyri fór fram fjölskylduhátíðin, Ein með öllu. Að sögn lögreglu gekk allt með besta móti en talið er að um fimm þúsund manns hafi heimsótt Akureyri um helgina. Nokkuð kalt var í veðri alla hátíðina sem mun þó ekki hafa haft áhrif á stemninguna.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira