Mun færri kynferðisbrot en síðustu ár Hjörtur Hjartarson skrifar 5. ágúst 2013 20:19 Fertugur maður var í nótt handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn tvítugri stúlku á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stúlkan hefur þegar kært manninn vegna brotsins. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir miðnætti og færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum. Hann var fluttur á Selfoss síðdegis þar sem hann var yfirheyrður. Hann er sakaður um að hafa neytt stúlkuna til munnmaka. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, í Vestmannaeyjum þakkar auknum forvörnum að kærur fyrir kynferðisbrot hafi ekki verið fleiri. „Hátíðarhaldarar hafa undanfarin ár gefið út sterkar yfirlýsingar um að þeir séu andvígir þessum skoðunum og þessum mönnum. Svona menn eru óvelkomnir til Vestmannaeyja og hér er enginn griðastaður fyrir þá. Ég veit ekki hvort þetta spilar inn í en það eru mun færri kynferðisbrot núna en síðustu ár. Það er ein kæra fyrir kynferðisbrot sem liggur fyrir eftir helgina. Ég er ánægður með þessa þróun og vona að það verði framhald á henni,“ segir Karl Gauti. Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Allar fangageymslur voru fullar og rúmlega það því á tímabili þurfti að hleypa mönnum út fyrir aðra sem voru á leið inn. 14 minniháttar fíkniefnamál komu upp í nótt og í heildina um 50 yfir helgina. „Þetta hefur verið með rólegri hátíðum sem ég man eftir. Vissulega hefur verið erill, sérstaklega á nóttunni, en þetta hefur bara tekist ágætlega.“ Tvær kærur vegna líkamsárása liggja fyrir hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru þær báðar minniháttar. Á Mýrarboltanum á Ísafirði voru tvær minniháttar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Töluverð ölvun var í bænum og eitthvað um pústra. Enginn fíkniefnamál né ölvunarakstur komu inn á borð lögreglunnar í bænum. Á Akureyri fór fram fjölskylduhátíðin, Ein með öllu. Að sögn lögreglu gekk allt með besta móti en talið er að um fimm þúsund manns hafi heimsótt Akureyri um helgina. Nokkuð kalt var í veðri alla hátíðina sem mun þó ekki hafa haft áhrif á stemninguna. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fertugur maður var í nótt handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn tvítugri stúlku á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stúlkan hefur þegar kært manninn vegna brotsins. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir miðnætti og færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum. Hann var fluttur á Selfoss síðdegis þar sem hann var yfirheyrður. Hann er sakaður um að hafa neytt stúlkuna til munnmaka. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, í Vestmannaeyjum þakkar auknum forvörnum að kærur fyrir kynferðisbrot hafi ekki verið fleiri. „Hátíðarhaldarar hafa undanfarin ár gefið út sterkar yfirlýsingar um að þeir séu andvígir þessum skoðunum og þessum mönnum. Svona menn eru óvelkomnir til Vestmannaeyja og hér er enginn griðastaður fyrir þá. Ég veit ekki hvort þetta spilar inn í en það eru mun færri kynferðisbrot núna en síðustu ár. Það er ein kæra fyrir kynferðisbrot sem liggur fyrir eftir helgina. Ég er ánægður með þessa þróun og vona að það verði framhald á henni,“ segir Karl Gauti. Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Allar fangageymslur voru fullar og rúmlega það því á tímabili þurfti að hleypa mönnum út fyrir aðra sem voru á leið inn. 14 minniháttar fíkniefnamál komu upp í nótt og í heildina um 50 yfir helgina. „Þetta hefur verið með rólegri hátíðum sem ég man eftir. Vissulega hefur verið erill, sérstaklega á nóttunni, en þetta hefur bara tekist ágætlega.“ Tvær kærur vegna líkamsárása liggja fyrir hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum eru þær báðar minniháttar. Á Mýrarboltanum á Ísafirði voru tvær minniháttar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Töluverð ölvun var í bænum og eitthvað um pústra. Enginn fíkniefnamál né ölvunarakstur komu inn á borð lögreglunnar í bænum. Á Akureyri fór fram fjölskylduhátíðin, Ein með öllu. Að sögn lögreglu gekk allt með besta móti en talið er að um fimm þúsund manns hafi heimsótt Akureyri um helgina. Nokkuð kalt var í veðri alla hátíðina sem mun þó ekki hafa haft áhrif á stemninguna.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira