Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkismenn áfram á sigurbraut Andri Valur Ívarsson á Samsung-velli skrifar 7. ágúst 2013 18:45 Mynd/Stefán Fylkir vann Stjörnuna 2-1 á Samsung-vellinum í kvöld og vann þar með sinn þriðja deildarsigur í röð. Komu gestirnir ákveðnir til leiks og voru heilt yfir betri í leiknum og verðskulduðu því stigin þrjú. Fylkismenn byrjuðu leikinn af nokkrum krafti og var það verðskuldað þegar þeir náðu forystu með fínu marki Andrésar Más á 8. mínútu. Andrés tók hornspyrnu frá vinstri. Stjörnumenn hreinsuðu boltann úr teignum þaðan sem skot kom af löngu færi. Boltinn fór í varnarmann og barst út á kant á til Andrésar. Hann lagði boltann fyrir sig og snéri hann fallega upp í skeytin fjær. Óverjandi skot og verðskulduð forysta. Leikurinn var nokkuð fjörugur eftir þetta. Bæði liðin fengu sín færi og áttu Fylkismenn bæði skot í þverslá og í stöng. Var það því gegn gangi leiksins þegar Stjarnan jafnaði á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Kennie Chopart geystist upp hægri kantinn eftir að Stjarnan hafði unnið boltann. Kom hann boltanum fyrir markið þaðan sem boltinn barst út úr teignum. Þar var mættur fyrirliði Stjörnunar Daníel Laxdal sem lagði boltann fallega innan fótar í hornið fjær. Fylkismenn tóku miðju og Örvar Sær dómari flautaði samstundis til hálfleiks. Stjarnan hóf síðari hálfleik af nokkuð meiri krafti en Fylkismenn og var að sjá að markið hefði sett gestina út af laginu. Bæði lið fengu þó sín færi og fékk Halldór Orri leikmaður Stjörnunar sannkallað dauðafæri þegar hann komst einn á móti markmanni Fylkismanna eftir frábæra sendingu frá Atla Jóhannssyni. Halldór Orri skóflaði boltanum einhvern veginn framhjá og gott tækifæri Stjörnunar til að ná forystu farið forgörðum. Örfáum mínútum síðar, á 68. mínútu, fengu Fylkismenn vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og náðu forystu á ný, sem þeir héldu til leiksloka. Fyrirgjöf frá hægri og svo virtist sem Baldvin Sturluson hafi klifrað upp á bak Viðars Arnar Kjartanssonar beint fyrir framan Örvar Sæ, sem átti fínan dag með flautuna, og benti hann á vítapunktinn í kjölfarið. Finnur Ólafsson tók vítaspyrnuna og skoraði. Eftir þetta var sótt á báða bóga. Stjarnan setti Tryggva Bjarnason inn á í sóknina og hóf að spyrna fram löngum boltum ætluðum Tryggva. Úr því varð ekkert markvert fyrr en á 92. mínútu þegar Tryggvi féll við og gerði tilkall til vítaspyrnu. Vildi hann meina að hann hafi verið togaður niður. Dómarinn var ágætlega staðsettur og hristi hausinn. Ekkert víti og leikurinn var flautaður af skömmu síðar. Logi Ólafsson: Fengum besta færi leiksins í stöðunni 1-1Þjálfari Stjörnumanna Logi Ólafsson var að vonum svekktur að leik loknum. „Það er alltaf slæmt að tapa og sérstaklega þegar það gerist með þessum hætti að við náum okkur engan veginn á strik, hvorki í vörn né sókn. Í stöðunni 1-1 fengum við sennilega besta færi leiksins en náum ekki að nýta það. Eftir að við lendum undir er þetta orðið erfitt og sennilega með slakari leikjum okkar í sumar” sagði Logi eftir leikinn. Hann vildi ekki bara kenna um þreytu sinna manna, sem hafa spilað stíft undanfarið, heldur hafi liðið verið að taka rangar ákvarðanir, ekki náð takti í spilið og of langt verið á milli leikmanna. „Eigum við ekki að segja að í besta falli hafi þetta ekki verið okkar dagur” sagði hann að lokum. Ásmundur Arnarson: Ekki hægt annað en að vera sáttur„Þetta er erfiður völlur að koma á og Stjarnan er með frábært lið. Þetta var sterkur en að mínu mati sanngjarn sigur” sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis eftir leik. „Í fyrrihálfleik vorum við mun betri og ég hefði viljað setja fleiri mörk. Í staðinn færum við þeim mark á silfurfati. Ég er því gríðarlega ánægður með mína menn að hafa komið inn í síðari hálfleik og tekið stigin þrjú sem voru í boði”. Viðar Örn Kjartansson: Vorum miklu betri í þessum leik„Þetta var bara klaufaskapur í okkur að vera ekki með forystu í hálfleik en við vorum brjálaðir í klefanum og komum inn í síðari hálfleik og kláruðum þetta verðskuldað” sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis að leik loknum. „Það eru gæði í liðinu. Við erum að verjast vel og nýta færin á réttum tíma. Við erum einnig með nýja leikmenn sem eru að koma vel inn í þetta og liðið er komið með sjálfstraust” sagði hann jafnframt og vildi meina að sigurinn hefði verið enn sætari í ljósi gríðarlega svekkjandi taps Fylkismann gegn Stjörnunni í bikarnum fyrr á þessu tímabili, þar sem Stjarnan jafnaði í uppbótartíma og vann svo leikinn í framlengingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Fylkir vann Stjörnuna 2-1 á Samsung-vellinum í kvöld og vann þar með sinn þriðja deildarsigur í röð. Komu gestirnir ákveðnir til leiks og voru heilt yfir betri í leiknum og verðskulduðu því stigin þrjú. Fylkismenn byrjuðu leikinn af nokkrum krafti og var það verðskuldað þegar þeir náðu forystu með fínu marki Andrésar Más á 8. mínútu. Andrés tók hornspyrnu frá vinstri. Stjörnumenn hreinsuðu boltann úr teignum þaðan sem skot kom af löngu færi. Boltinn fór í varnarmann og barst út á kant á til Andrésar. Hann lagði boltann fyrir sig og snéri hann fallega upp í skeytin fjær. Óverjandi skot og verðskulduð forysta. Leikurinn var nokkuð fjörugur eftir þetta. Bæði liðin fengu sín færi og áttu Fylkismenn bæði skot í þverslá og í stöng. Var það því gegn gangi leiksins þegar Stjarnan jafnaði á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Kennie Chopart geystist upp hægri kantinn eftir að Stjarnan hafði unnið boltann. Kom hann boltanum fyrir markið þaðan sem boltinn barst út úr teignum. Þar var mættur fyrirliði Stjörnunar Daníel Laxdal sem lagði boltann fallega innan fótar í hornið fjær. Fylkismenn tóku miðju og Örvar Sær dómari flautaði samstundis til hálfleiks. Stjarnan hóf síðari hálfleik af nokkuð meiri krafti en Fylkismenn og var að sjá að markið hefði sett gestina út af laginu. Bæði lið fengu þó sín færi og fékk Halldór Orri leikmaður Stjörnunar sannkallað dauðafæri þegar hann komst einn á móti markmanni Fylkismanna eftir frábæra sendingu frá Atla Jóhannssyni. Halldór Orri skóflaði boltanum einhvern veginn framhjá og gott tækifæri Stjörnunar til að ná forystu farið forgörðum. Örfáum mínútum síðar, á 68. mínútu, fengu Fylkismenn vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og náðu forystu á ný, sem þeir héldu til leiksloka. Fyrirgjöf frá hægri og svo virtist sem Baldvin Sturluson hafi klifrað upp á bak Viðars Arnar Kjartanssonar beint fyrir framan Örvar Sæ, sem átti fínan dag með flautuna, og benti hann á vítapunktinn í kjölfarið. Finnur Ólafsson tók vítaspyrnuna og skoraði. Eftir þetta var sótt á báða bóga. Stjarnan setti Tryggva Bjarnason inn á í sóknina og hóf að spyrna fram löngum boltum ætluðum Tryggva. Úr því varð ekkert markvert fyrr en á 92. mínútu þegar Tryggvi féll við og gerði tilkall til vítaspyrnu. Vildi hann meina að hann hafi verið togaður niður. Dómarinn var ágætlega staðsettur og hristi hausinn. Ekkert víti og leikurinn var flautaður af skömmu síðar. Logi Ólafsson: Fengum besta færi leiksins í stöðunni 1-1Þjálfari Stjörnumanna Logi Ólafsson var að vonum svekktur að leik loknum. „Það er alltaf slæmt að tapa og sérstaklega þegar það gerist með þessum hætti að við náum okkur engan veginn á strik, hvorki í vörn né sókn. Í stöðunni 1-1 fengum við sennilega besta færi leiksins en náum ekki að nýta það. Eftir að við lendum undir er þetta orðið erfitt og sennilega með slakari leikjum okkar í sumar” sagði Logi eftir leikinn. Hann vildi ekki bara kenna um þreytu sinna manna, sem hafa spilað stíft undanfarið, heldur hafi liðið verið að taka rangar ákvarðanir, ekki náð takti í spilið og of langt verið á milli leikmanna. „Eigum við ekki að segja að í besta falli hafi þetta ekki verið okkar dagur” sagði hann að lokum. Ásmundur Arnarson: Ekki hægt annað en að vera sáttur„Þetta er erfiður völlur að koma á og Stjarnan er með frábært lið. Þetta var sterkur en að mínu mati sanngjarn sigur” sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis eftir leik. „Í fyrrihálfleik vorum við mun betri og ég hefði viljað setja fleiri mörk. Í staðinn færum við þeim mark á silfurfati. Ég er því gríðarlega ánægður með mína menn að hafa komið inn í síðari hálfleik og tekið stigin þrjú sem voru í boði”. Viðar Örn Kjartansson: Vorum miklu betri í þessum leik„Þetta var bara klaufaskapur í okkur að vera ekki með forystu í hálfleik en við vorum brjálaðir í klefanum og komum inn í síðari hálfleik og kláruðum þetta verðskuldað” sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis að leik loknum. „Það eru gæði í liðinu. Við erum að verjast vel og nýta færin á réttum tíma. Við erum einnig með nýja leikmenn sem eru að koma vel inn í þetta og liðið er komið með sjálfstraust” sagði hann jafnframt og vildi meina að sigurinn hefði verið enn sætari í ljósi gríðarlega svekkjandi taps Fylkismann gegn Stjörnunni í bikarnum fyrr á þessu tímabili, þar sem Stjarnan jafnaði í uppbótartíma og vann svo leikinn í framlengingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti