Innlent

Mótmælt við Tryggingastofnun

Hrund Þórsdóttir skrifar
mynd/friðrik þór halldórsson
Samstöðuhópur öryrkja og aldraðra stóð fyrir mótmælum fyrir utan Tryggingastofnun ríkisins á Laugavegi í dag.

Guðmundur Ingi Kristinsson, talsmaður hópsins, segir ástæðu fundarins vera að fólki finnist það réttindalaust gagnvart Tryggingastofnun og að engin persónuvernd virðist gilda um skjólstæðinga hennar.

Hópurinn krefst þess að stofnunin vinni með fólkinu en ekki gegn því og fer einnig fram á hækkun lífeyris og persónuafsláttar. Þá vilja meðlimir hópsins að ekki þurfi að greiða skatt eða útsvar af elli- eða örorkulífeyri.

Sami hópur stóð fyrir mótmælum þann fyrsta ágúst og þá var krafist hærri bóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×